1. janúar
dagsetning
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
1. janúar er 1. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 364 dagar (365 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 45 f.Kr - Júlíus Caesar innleiddi júlíanska tímatalið.
- 89 - Lúcíus Antoníus Satúrnínus varð keisari í Róm.
- 193 - Ár keisaranna fimm: Rómverska öldungaráðið kaus Pertinax sem eftirmann Commodusar gegn vilja hans.
- 1204 - Guttormur Sigurðsson varð Noregskonungur.
- 1387 - Karl 3. varð konungur Navarra eftir að faðir hans, Karl 2., lést.
- 1438 - Albert 2. af Habsborg varð konungur Ungverjalands.
- 1443 - Kristófer af Bæjaralandi var krýndur konungur Danaveldis í Ribe.
- 1483 - Gyðingar voru reknir burt frá Andalúsíu.
- 1502 - Portúgalskir landkönnuðir sigldu inn í Guanabraflóa í Brasilíu og héldu að hann væri fljót sem þeir nefndu Rio de Janeiro.
- 1583 - Þýskaland og Sviss tóku upp gregoríska tímatalið.
- 1559 - Friðrik 2. varð konungur Danmerkur.
- 1582 - Páfagarður ákvað, að árið skyldi hefjast 1. janúar. Fram að því hafði það byrjað ýmist 25. mars eða á jóladag.[1]
- 1622 - Þessi dagur varð fyrsti dagur ársins í kjölfar tilskipunar Gregoríusar páfa frá árinu áður.
- 1636 - Antonio van Diemen varð forstjóri Hollenska Austur-Indíafélagsins.
- 1651 - Karl 2. Englandskonungur var krýndur konungur Skotlands.
- 1700 - Flest ríki mótmælenda í Evrópu tóku upp gregoríska tímatalið.
- 1707 - Jóhann 5. var krýndur konungur Portúgals.
- 1752 - England tók upp gregoríska tímatalið.
- 1764 - Wolfgang Amadeus Mozart lék fyrir frönsku konungsfjölskylduna í Versölum, átta ára gamall.
- 1788 - Einokunarverslun var afnumin á Íslandi.
- 1803 - Þrælahald var afnumið í Danmörku.
- 1804 - Haítí fékk sjálfstæði.
- 1808 - Bann við innflutningi þræla til Bandaríkjanna gekk í gildi.
- 1816 - Alexander 1. Rússakeisari skipaði svo fyrir að Jesúítar skyldu brottrækir úr Rússaveldi.
- 1818 - Chile varð lýðveldi eftir sjö ára uppreisn gegn spænskum yfirráðum.
- 1841 - Fyrsta ljósmyndavélin frá Voigtländer í Vínarborg kom á markaðinn.
- 1855 - Almennt verslunarfrelsi gekk í gildi á Íslandi.
- 1871 - Þýska keisaraveldið varð til við stofnun Þýskalands.
- 1873 - Fyrstu íslensku frímerkin, Íslensk skildingafrímerki, voru gefin út.
- 1875 - Krónur og aurar voru tekin upp á Íslandi og öðrum hlutum Danaveldis í stað ríkisdala. Tvær krónur jafngiltu þá einum ríkisdal.
- 1877 - Viktoría Bretadrottning var krýnd keisaraynja Indlands.
- 1891 - Þjóðverjar hófu að greiða öldruðu fólki ellilífeyri.
- 1892 - Á Elliseyju við New York-borg var byrjað að afgreiða innflytjendur til Bandaríkjanna.
- 1895 - Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi.
- 1893 - Japan tók upp gregoríska tímatalið.
- 1901 - Ástralía varð sambandsríki.
- 1902 - Hjúkrunarfræðingur varð löggilt starfsheiti á Nýja-Sjálandi. Þann 10. janúar varð Ellen Dougherty fyrsti löggilti hjúkrunarfræðingur í heimi.
- 1904 - Fyrsta byggingarsamþykkt Reykjavíkur gekk í gildi. Samkvæmt henni var framvegis bannað að reisa torfbæi í bæjarlandinu. Fyrsti byggingafulltrúi Reykjavíkur tók til starfa.
- 1905 - Síberíujárnbrautin austur til Vladivostok var formlega opnuð.
- 1910 - Metrakerfið var innleitt á Íslandi.
- 1912 - Dr. Sún Jat Sen stofnaði lýðveldið Kína.
- 1914 - Hagstofa Íslands tók til starfa.
- 1915 - Áfengisbann gekk í gildi á Íslandi.
- 1917 - Brunabótafélag Íslands tók til starfa
- 1918 - Rússland tók upp gregoríska tímatalið.
- 1920 - Veðurstofa Íslands tók til starfa.
- 1923 - Grikkland innleiddi gregoríska tímatalið.
- 1923 - BBC hóf reglubundnar útvarpsútsendingar.
- 1925 - Nafni borgarinnar Kristjaníu var breytt í Ósló.
- 1937 - Skautafélag Akureyrar var stofnað.
- 1942 - Sameinuðu þjóðirnar komu saman í fyrsta sinn.
- 1946 - Showa keisari í Japan lýsti því yfir að hann væri ekki guðlegur.
- 1947 - Breskar kolanámur voru þjóðnýttar.
- 1947 - Rafmagnsveitur ríkisins hófu starfsemi.
- 1956 - Súdan hlaut sjálfstæði.
- 1958 - Rómarsáttmálinn, stofnsáttmáli Efnahagsbandalags Evrópu, gekk í gildi.
- 1959 - Á Kúbu steypti Fidel Castro Fulgencio Batista af stóli.
- 1960 - Hafmeyjan, umdeild stytta í suðvesturhorni Tjarnarinnar í Reykjavík, var sprengd í loft upp[2].
- 1960 - Franski hluti Kamerún fékk sjálfstæði.
- 1965 - Palestínsku Fatahsamtökin voru mynduð.
- 1970 - Dagsetningin sem allar POSIX-tölvur miða tímatal sitt við.
- 1972 - Kurt Waldheim varð aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
- 1973 - Danmörk, Írland og Bretland gengu í Efnahagsbandalag Evrópu.
- 1973 - Hjónavígslualdur íslenskra karla var lækkaður úr 20 árum í 18.
- 1976 - Garðabær og Njarðvík fengu kaupstaðarréttindi.
- 1978 - 213 manns fórust, þegar Boeing 747-flugvél sprakk skömmu eftir flugtak í Bombei á Indlandi.
- 1978 - Bandarísku höfundalögin 1976 tóku gildi.
- 1979 - Júra, sem myndað var úr frönskumælandi og kaþólskum héruðum Bern, varð 26. kantóna Sviss.
- 1979 - Bandaríkin tóku upp stjórnmálasamband við Alþýðulýðveldið Kína og viðurkenndu stjórn þess sem einu lögmætu stjórn Kína.
- 1980 - Með breytingum á sænsku ríkiserfðalögunum varð Viktoría Svíaprinsessa krónprinsessa í stað yngri bróður síns.
- 1981 - Grikkland gekk í Efnahagsbandalag Evrópu.
- 1982 - Hljóðbókasafnið undir nafninu Blindrabókasafn Íslands. Það leysti af hólmi Hljóðbókasafn Borgarbókasafns Reykjavíkur og Blindrafélagsins.
- 1981 - Myntbreytingin: Íslenska gjaldmiðlinum var breytt þannig að verðgildi einnar krónu hundraðfaldaðist.
- 1982 - Bandaríska fréttastöðin CNN hóf útsendingar.
- 1983 - Lokið var við að færa ARPANET yfir í TCP/IP-staðalinn sem markar í raun upphaf Internetsins.
- 1984 - Kvótakerfi var sett á til reynslu í íslenskum sjávarútvegi.
- 1984 - Brúnei varð sjálfstætt ríki.
- 1984 - Fyrirtækinu Bell System var skipt í smærri fyrirtæki.
- 1985 - Íslensk málstöð var stofnuð.
- 1985 - DNS-kerfið var stofnað á Internetinu.
- 1985 - Grænland dró sig út úr Evrópusambandinu.
- 1985 - Vodafone setti af stað fyrsta farsímakerfið í Bretlandi.
- 1986 - Spánn og Portúgal gengu í Efnahagsbandalag Evrópu.
- 1986 - Flevoland varð sérstök sýsla í Hollandi.
- 1987 - Hólmavíkurhreppur og Hrófbergshreppur sameinuðust aftur undir nafni þess fyrrnefnda.
- 1988 - Kennitölur voru teknar upp á Íslandi í stað nafnnúmera.
- 1988 - Stærsta lútherska trúfélag Bandaríkjanna, Evangelíska lútherska kirkjan í Ameríku, var stofnað.
- 1990 - Virðisaukaskattur var tekinn upp í stað söluskatts á Íslandi.
- 1990 - Fyrsti Mr. Bean-þátturinn var sýndur á ITV í Bretlandi.
- 1990 - Pólland sagði sig frá Varsjárbandalaginu.
- 1990 - Íslandsbanki hóf starfsemi, með sameiningu Alþýðubankans, Iðnaðarbankans, Verslunarbankans og Útvegsbankans.
- 1991 - Íslenska skipaflutningafélagið Samskip hóf starfsemi.
- 1991 - Sigríður Snævarr var fyrst íslenskra kvenna skipuð sendiherra landsins erlendis.
- 1991 - Guðrún Erlendsdóttir varð fyrst kvenna til verða forseti Hæstaréttar
- 1992 - Boutros Boutros-Ghali tók við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna.
- 1992 - Framleiðslu tölvunnar Atari 2600 var hætt 15 árum eftir að hún kom fyrst á markað.
- 1993 - Tékkóslóvakía skiptist í tvö ríki, Tékkland og Slóvakíu.
- 1993 - Evrópska fréttaþjónustan Euronews hóf starfsemi.
- 1994 - Samningurinn um Fríverslunarsamtök Norður-Ameríku (NAFTA) gekk í gildi.
- 1994 - Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tók gildi.
- 1994 - Virðisaukaskattur á matvælum lækkaði úr 24.5% í 14% á Íslandi.
- 1994 - Skæruliðasamtökin EZLN hófu aðgerðir í Chiapas í Mexíkó.
- 1995 - Embætti umboðsmanns barna tók til starfa á Íslandi.
- 1995 - Austurríki, Finnland og Svíþjóð gengu í Evrópusambandið.
- 1995 - Alþjóðaviðskiptastofnunin var sett á laggirnar til að taka við af GATT-samningalotunum.
- 1995 - Draupnisaldan var mæld í Norðursjó við Noreg og staðfesti tilvist risaalda.
- 1996 - Fahd bin Abdul Aziz al-Saud konungur Sádí-Arabíu fékk bróður sínum, Abdullah bin Abdul Aziz al-Saud, völdin í hendur.
- 1997 - Kofi Annan tók við starfi aðalritara Sameinuðu þjóðanna.
- 1998 - Ný íslensk skipulags- og byggingarlög tóku gildi. Samkvæmt þeim er allt landið skipulagsskylt.
- 1998 - Haraldur Örn Ólafsson, Ólafur Örn Haraldsson og Ingþór Bjarnason komust á Suðurpólinn eftir fimmtíu daga göngu.
- 1998 - Landsbanka Íslands var breytt í almenningshlutafélag.
- 1999 - Evran var tekin í notkun sem rafeyrir í nokkrum ríkjum Evrópusambandsins.
- 1999 - Breytingar á sveitarstjórnaskipun Póllands tóku gildi. Landinu var skipt í 16 héruð.
- 1999 - Orkuveita Reykjavíkur var stofnuð með sameiningu Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur.
- 2000 - Kvikmyndin Englar alheimsins var frumsýnd á Íslandi.
- 2000 - Stjórnarskrárbundin tengsl Sænsku kirkjunnar við sænska ríkið voru rofin.
- 2000 - Finnur Ingólfsson var skipaður seðlabankastjóri.
- 2000 - Tónverkið Longplayer hóf að spila.
- 2001 - Nafni Kalkútta á Indlandi var formlega breytt í Kolkata.
- 2002 - Tólf Evrópusambandslönd tóku upp evru (€) sem nýja sameiginlega mynt.
- 2002 - Lýðveldið Kína gerðist aðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.
- 2002- Samningur um opna lofthelgi tók gildi.
- 2003 - Luíz Inácio Lula Da Silva tók við embætti sem 37. forseti Brasilíu.
- 2003 - Pascal Couchepin varð forseti Sviss.
- 2004 - Íslenska kvikmyndin Kaldaljós var frumsýnd á Íslandi.
- 2004 - Joseph Deiss tók við embætti forseta ríkjasambandsins Sviss.
- 2004 - Íslenska kvikmyndin Opinberun Hannesar var frumsýnd.
- 2004 - Karólínska sjúkrahúsið var stofnað í Svíþjóð.
- 2005 - Ný líra var tekin upp sem gjaldmiðill í Tyrklandi en verðmæti einnar slíkrar samsvarar 1.000.000 af þeim gömlu.
- 2005 - Kringvarp Føroya hóf útsendingar.
- 2006 - Fyrsti pírataflokkur heims var stofnaður í Svíþjóð.
- 2006 - Rússland hætti sölu gass til Úkraínu vegna deilna um verð.
- 2007 - Embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu tók til starfa.
- 2007 - Búlgaría og Rúmenía gengu í Evrópusambandið.
- 2007 - Slóvenía tók upp evruna í stað hins slóvenska tolars.
- 2007 - Dönsku sveitarstjórnarumbæturnar 2007 gengu í gildi. Sveitarfélögum í Danmörku fækkaði úr 271 í 98.
- 2007 - Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon tók við af Kofi Annan sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
- 2007 - Angóla gekk í Samtök olíuframleiðenda.
- 2007 - Matís ohf tók til starfa á Íslandi.
- 2008 - Kýpur og Malta tóku upp evruna.
- 2008 - NordGen var stofnað og tók meðal annars við starfsemi Norræna genabankans.
- 2009 - Slóvakía tók upp evru.
- 2010 - Í fyrsta sinn í sögu Íslands voru allir handhafar forsetavalds konur. Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti Hæstaréttar, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.
- 2011 - Eistland tók upp evruna.
- 2011 - 21 lést í hryðjuverkaárás á kirkju í Alexandríu skömmu eftir miðnæturmessu.
- 2014 - Lettland tók upp evruna.
- 2014 - Fyrstu kannabisverslanirnar voru opnaðar í Colorado í Bandaríkjunum.
- 2015 - Evrasíusambandið varð til þegar samningur gekk í gildi milli Rússlands, Hvíta-Rússlands, Armeníu, Kasakstan og Kirgistan.
- 2015 - Litháen tók upp evru í stað fyrri gjaldmiðils, litháísks litas.
- 2017 - 39 létust og 70 særðust í skotárás á næturklúbb í Istanbúl í Tyrklandi. Íslamska ríkið lýsti síðar ábyrgð á hendur sér.
- 2017 - Gustavo Dudamel, 35 ára, var yngsti stjórnandi nýárstónleika Fílharmóníuhljómsveitar Vínarborgar frá upphafi.
- 2017 - António Guterres tók við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna af Ban Ki-moon.
- 2017 - Norska kirkjan var skilin frá norska ríkinu.
- 2018 - Norsku fylkin Suður-Þrændalög og Norður-Þrændalög voru sameinuð í ein Þrændalög.
- 2018 - Landsréttur tók til starfa á Íslandi.
- 2019 – Jair Bolsonaro tók við embætti sem forseti Brasilíu.
Fædd
breyta- 1431 - Alexander 6. páfi (d. 1503).
- 1449 - Lorenzo de'Medici, ítalskur stjórnmálamaður (d. 1492).
- 1467 - Sigmundur 1., konungur Póllands og stórhertogi af Litháen (d. 1548).
- 1484 - Ulrich Zwingli, svissneskur siðbótarmaður (d. 1531).
- 1516 - Margrét Leijonhufvud, drottning Svíþjóðar, kona Gústafs Vasa (d. 1551).
- 1526 - Heilagur Louis Bertrand, spænskur trúboði í Suður-Ameríku, verndardýrlingur Kólumbíu, (d. 1581).
- 1614 - John Wilkins, enskur dulmálsfræðingur (d. 1672).
- 1618 - Bartolomé Estéban Murillo, spænskur listmálari (d. 1682).
- 1631 - Katherine Philips, ensk-velskt skáld (d. 1664).
- 1636 - Jón Rúgmann, íslenskur fornritafræðingur (d. 1679).
- 1704 - Magnús Gíslason amtmaður (d. 1766).
- 1715 - Henrik Hielmstierne, íslensk-danskur embættismaður, sagnfræðingur og bókasafnari (d. 1780).
- 1863 - Pierre de Coubertin, franskur stofnandi Ólympíuleikanna (d. 1937).
- 1869 - Elísabet Jónsdóttir, íslenskt tónskáld (d. 1945).
- 1893 - Samúel Thorsteinsson, íslensk-danskur læknir og fyrsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu (d. 1956).
- 1894 - Aurora Nilsson, sænskur rithöfundur (d. 1972).
- 1895 - J. Edgar Hoover, forstjóri FBI (d. 1972).
- 1897 - Hulda Á. Stefánsdóttir, húsmæðraskólastjóri (d. 1989).
- 1905 - Roberto Gayón, mexíkóskur knattspyrnumaður.
- 1909 - Stepan Bandera, úkraínskur fasistaleiðtogi (d. 1959).
- 1909 - Simon Wiesenthal, austurrískur nasistaveiðari (d. 2005).
- 1917 - Albert Mol, hollenskur rithöfundur (d. 2004).
- 1919 - J. D. Salinger, bandarískur rithöfundur (d. 2010).
- 1926 - Claudio Villa, ítalskur söngvari (d. 1987).
- 1933 - Waichiro Omura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1943 - Richard Sennett, breskur félagsfræðingur.
- 1944 - Omar al-Bashir, forseti Súdans.
- 1946 - Roberto Rivellino, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1947 - Guðrún Ágústsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1956 - Abdalla Hamdok, forsætisráðherra Súdans.
- 1958 - Bjarni Jóhannsson, íslenskur knattspyrnuþjálfari.
- 1961 - Georg Guðni Hauksson, íslenskur listamaður (d. 2011).
- 1967 - Felix Bergsson, íslenskur leikari.
- 1969 - Verne Troyer, bandarískur leikari (d. 2018).
- 1969 - Paul Lawrie, skoskur golfmaður.
- 1972 - Lilian Thuram, franskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1204 - Hákon Sverrisson Noregskonungur (f. 1182).
- 1515 - Loðvík 12. Frakklandskonungur (f. 1462).
- 1554 - Pedro de Valdivia, spænskur landvinningamaður (f. um 1500).
- 1559 - Kristján 3. Danakonungur (f. 1503).
- 1748 - Johann Bernoulli, svissneskur stærðfræðingur (f. 1667).
- 1766 - James Francis Edward Stuart, „the Old Pretender“, sonur Jakobs 2. Englandskonungs og kallaður Jakob 3. af stuðningsmönnum sínum (f. 1688).
- 1921 - Theobald von Bethmann-Hollweg, þýskur stjórnmálamaður (f. 1856).
- 1928 - Loïe Fuller, bandarískur listdansari (f. 1862).
- 1951 - Jan Valtin, þýskur rithöfundur (f. 1905).
- 1966 - Vincent Auriol, franskur stjórnmálamaður (f. 1884).
- 1969 - Barton MacLane, bandarískur leikari (f. 1902).
- 1972 - Maurice Chevalier, franskur leikari og söngvari (f. 1888).
- 1988 - Hiroaki Sato, japanskur knattspyrnumaður (f. 1932).
- 1992 - Grace Hopper, bandarískur tölvunarfræðingur (f. 1906).
- 1994 - Stefán Íslandi, íslenskur óperusöngvari (f. 1907).
- 2013 - Patti Page, bandarísk söngkona (f. 1927).
Hátíðis- og tyllidagar
breyta- Attunda nótt og áttundi dagur (áttidagur) jóla í vestrænni kristni.
- Nýársdagur hjá löndum sem nota gregoríska tímatalið.
- Þjóðhátíðardagur Haítí
- Þjóðhátíðardagur Súdan
- Frelsisdagur á Kúbu
Tilvísanir
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Category:1 January.
- ↑ Árni Björnsson: Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík 1993
- ↑ Jónas Ragnarsson (2002). Dagar Íslands. Vaka-Helgafell. ISBN 9979-2-1598-4.