Roberto Gayón
Roberto Gayón Márquez (f. 1. janúar 1905 - dánardagur óljós) var mexíkóskur knattspyrnumaður sem keppti fyrir hönd þjóðar sinnar á fyrstu heimsmeistarakeppninni árið 1930.
Ævi og ferill
breytaGayón fæddist í San José höfuðborg Kosta Ríka. Faðir hans var starfsmaður í utanríkisþjónustunni og fluttist fjölskyldan aftur til heimalandsins þegar Gayón var ungabarn. Upplýsingar um líf hans og störf eru af mjög skornum skammti, til að mynda er dánardagur hans óþekktur en talið er að hann hafi flutt til Bandaríkjanna í byrjun fimmta áratugarins.
Á árunum 1927-32 var Gayón í herbúðum Club América frá Mexíkóborg, einu öflugasta knattspyrnuliðs Mexíkó. Hann varð landsmeistari með félaginu árið 1928.
Árið 1930 sendi Mexíkó lið til keppni á HM í Úrúgvæ. Þar lék Gayón sína einu tvo landsleiki og skoraði þriðja og síðasta mark liðsins í 6:3 ósigri gegn Argentínu.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Roberto Gayón“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. ágúst 2023.