[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Útvegsbanki Íslands

íslenskur banki

Útvegsbanki Íslands var íslenskur banki sem var stofnaður 12. apríl 1930. Eins og nafnið gefur til kynna var honum ætlað að styðja við íslenskan sjávarútveg og aðrar atvinnugreinar.

Útvegsbanki Íslands varð til í blábyrjun heimskreppunnar. Hann kom í stað Íslandsbanka sem hafði verið stofnaður árið 1904 en var síðan lokað sökum gjaldþrots þann 3. febrúar 1930. Við gjaldþrot Íslandsbanka var hafin undirbúningur að stofnun Útvegsbankans og innistæðueigendur fengnir til að leggja fé sitt í nýstofnaðan Útvegsbanka.

Árið 1957 var bankanum breytt úr hlutafélagi í ríkisbanka. Á miðjum níunda áratugnum varð Útvegsbankinn gjaldþrota vegna vangoldinna skulda eins stærsta viðskiptavinar síns, Hafskips. Árið 1990 voru Útvegsbankinn, Iðnaðarbankinn, Verslunarbankinn og Alþýðubankinn sameinaðir í Íslandsbanka, síðar Glitni h.f. sem eftir fjármálahrunið 2008 tók aftur upp nafnið Íslandsbanki.

Heimildir

breyta
  • Ólafur Björnsson (1981). Saga Íslandsbanka hf. og Útvegsbanka Íslands 1904-1980. Útvegsbanki Íslands.
  • Eggert Þór Bernharðsson. „„Sökum þess að oss vantar peninga ...": 100 ára fjármálasaga“. Sótt 28. júní 2007.

Tenglar

breyta