Angóla
Angóla er land í sunnanverðri Afríku með strönd að Atlantshafi og landamæri að Namibíu í suðri, Sambíu í austri og Lýðveldinu Kongó í norðri. Útlendan Kabinda er auk þess við landamæri Kongó. Angóla var áður portúgölsk nýlenda með umtalsverðar náttúruauðlindir, meðal annars olíu og demanta. Landið átti í stöðugri borgarastyrjöld frá því að það fékk sjálfstæði árið 1975 til ársins 2002. Kosningar voru síðast haldnar í landinu árið 2008.
Lýðveldið Angóla | |
República de Angola | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Virtus unita fortior (latína: „Eining veitir styrk“) | |
Þjóðsöngur: Angola Avante! | |
Höfuðborg | Lúanda |
Opinbert tungumál | portúgalska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti | João Lourenço |
Sjálfstæði | |
• frá Portúgal | 11. nóvember, 1975 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
23. sæti 1.246.700 km² 0% |
Mannfjöldi • Samtals (2014) • Þéttleiki byggðar |
51. sæti 25.789.024 20,69/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2018 |
• Samtals | 198,821 millj. dala (64. sæti) |
• Á mann | 6.850 dalir (107. sæti) |
VÞL (2017) | 0.581 (149. sæti) |
Gjaldmiðill | kwanza |
Tímabelti | UTC+1 |
Þjóðarlén | .ao |
Landsnúmer | +244 |
Angóla var upphaflega byggt koisanmælandi íbúum en bantúmenn hófu að setjast að á svæðinu í fornöld og stofnuðu þar nokkur konungsríki. Konungsríkið Kongó var stofnað á 14. öld með höfuðborg í M'banza-Kongo þar sem nú er norðurhluti Angóla. Portúgalir hófu verslun við þetta ríki sent á 15. öld. Portúgalski landkönnuðurinn Paulo Dias de Novais stofnaði Lúanda sem verslunarstað árið 1575. Portúgalir reistu þar virki nokkrum árum síðar og smám saman lögðu þeir strendur landsins undir sig. Þrælaverslunin var mikilvægur hluti af verslun milli Portúgala og Kongómanna. Á Berlínarráðstefnunni 1885 fengu Portúgalir allt landið í sinn hlut. Kröfur um sjálfstæði urðu háværari eftir miðja 20. öld og Portúgalska nýlendustríðið hófst árið 1961 með baráttu skæruliðasamtakanna Frente Nacional de Libertação de Angola (FNLA) og União Nacional para a Independência Total de Angola (UNITA) gegn nýlendustjórninni. Eftir Nellikubyltinguna í Portúgal 1974 fékk Angóla sjálfstæði. Brátt hófst blóðug borgarastyrjöld milli þriggja skæruliðahreyfinga sem varð fljótlega leppstríð stórveldanna í Kalda stríðinu. Árið 2002 var samið um vopnahlé. Kosningar voru haldnar 2008 og ný stjórnarskrá samþykkt 2010.
Frá lokum borgarastyrjaldarinnar hefur efnahagur landsins vaxið hratt, enda á landið miklar náttúruauðlindir. Helsta útflutningsafurð landsins er hráolía, en auk þess flytur Angóla út úran, demanta, gull og báxít. Þrátt fyrir þetta eru lífsgæði almennings í Angóla slæm og ójöfnuður er mikill. Lífslíkur og barnadauði eru með því sem verst gerist í heiminum. Portúgalska er opinbert tungumál í Angóla en auk hennar eru töluð mörg frumbyggjamál: stærst þeirra eru umbundu, kimbundu og kikongo. Yfir helmingur íbúa aðhyllist rómversk-kaþólska trú og um fjórðungur mótmælendatrú.
Heiti
breytaHeitið Angola er nafn sem Portúgalir notuðu yfir landið og síðar nýlendu sína á svæðinu. Það kemur fyrst fyrir í skrá Dias de Novais frá 1571. Þeir drógu heitið af titlinum ngola sem konungar ríkisins Ndongo notuðu. Á þeim tíma var Ndongo að nafninu til undir Konungsríkinu Kongó en sóttist eftir auknu sjálfstæði.
Landafræði
breytaLofslag
breytaLoftlslag í Angóla einkennist af rigningartíma og þurrkatíma. Í norður hlutanum er regntíminn yfirleitt í sjö mánuði frá september til april en í suðurhlutanum er regntíminn styttri eða frá nóvember til febrúar. Hitinn lækkar eftir því sem fjær dregur miðbaug og meiri hæð yfir sjávarmáli og hækkar almennt eftir því sem nær dregur Atlantshafinu.
Stjórnmál
breytaStjórnsýsluskipting
breytaAngóla skiptist frá 2015 í 18 héruð og 162 sveitarfélög sem aftur skiptast í 559 byggðir. Héruðin eru:
Útlendan Kabinda
breytaKabinda-hérað hefur þá sérstöðu að vera útlenda sem er alveg aðskilin frá Angóla með 60 km breiðri ræmu af landsvæði Austur-Kongó meðfram Kongófljóti. Það er 7.283 km² að stærð. Kabinda á landamæri að Vestur-Kongó í norðri og Austur-Kongó í austri og suðri. Höfuðstaður héraðsins er borgin Kabinda.
Samkvæmt manntali frá 1995 voru íbúar Kabinda-héraðs um 600.000, en þar af bjuggu 400.000 í nágrannaríkjunum. Mannfjöldaáætlanir eru mjög óáreiðanlegar. Kabinda er að mestu vaxið regnskógi og þaðan berst harðviður, kaffi, kakó, hrágúmmí og pálmaolía. Kabinda er þó þekktast fyrir stórar olíulindir undan ströndinni og hefur verið kallað „Kúveit Afríku“ vegna þeirra. Olíuútflutningur er meira en helmingur af útflutningsverðmætum héraðsins. Mest af þessari olíu fannst meðan landið var enn undir nýlendustjórn Portúgala af fyrirtækinu Cabinda Gulf Oil Company frá 1968.
Allt frá því Portúgal gaf völdin í landinu eftir við skæruliðahópa sjálfstæðissinna hafa aðskilnaðarsinnar andsnúnir stjórn Angóla stundað skæruhernað í Kabinda. Framvörður fyrir frelsun útlendunnar Kabinda lýsti yfir sjálfstæði frá Angóla og stofnun Lýðveldisins Kabinda árið 1975. Eitt af einkennum aðskilnaðarhreyfinga í Kabinda er hvernig þær hafa klofnað í stöðugt minni einingar.