[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Barín

Frumefni með efnatáknið Ba og sætistöluna 56

Barín eða baríum (úr grísku: βαρύς, „þungur“) er frumefni með efnatáknið Ba og sætistöluna 56 í lotukerfinu. Það er mjúkt, silfrað málmkennt frumefni. Barín er jarðalkalímálmur og bráðnar við mjög hátt hitastig. Það finnst aðallega í steindinni baríti og sem baríumkarbónat en aldrei hreint í náttúrunni vegna þess hve það hvarfast hratt við súrefni og vatn.

  Strontín  
Sesín Barín Lantan
  Radín  
Efnatákn Ba
Sætistala 56
Efnaflokkur Jarðalkalímálmur
Eðlismassi 3510,0 kg/
Harka 1,25
Atómmassi 137,327 g/mól
Bræðslumark 1000,0 K
Suðumark 2143,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form (meðseglandi)
Lotukerfið

Efnasambönd þessa málms eru notuð í litlum mæli í málningu og við glersmíði. Barínsambönd brenna með grænum loga og eru notuð í flugelda. Barín er notað vegna eðlisþyngdar sinnar í olíubrunnum. Það er stundum notað sem skuggaefni vegna þess að það stöðvar röntgengeisla.

Eiginleikar

breyta

Barín er mjúkur og sveigjanlegur málmur. Einföld barínsambönd eru þekkt fyrir mikla eðlisþyngd. Það hvarfast hratt við loft og er það útvermið efnahvarf. Það hvarfast líka hratt við veika sýru, alkóhól og vatn.

Við hátt hitastig hvarfast barín líka við klór, nitur og vetni. Barín nemur oxíð, klóríð og súlfíð úr minna hvarfgjörnum málmum.

Notkun

breyta
   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.