[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Strontín

Frumefni með efnatáknið Sr og sætistöluna 38

Strontín eða strontíum (nefnt eftir skoska þorpinu Strontian) er frumefni með efnatáknið Sr og sætistöluna 38 í lotukerfinu. Strontín er mjúkur, silfurhvítur eða gulleitur jarðalkalímálmur sem er mjög hvarfgjarn. Þessi málmur gulnar við oxun og finnst helst í formi strontínsúlfíðs (selestíns) og strontínkarbónats (strontíaníts). 90Sr-ísótópurinn er fyrir hendi í geislavirku úrfelli og hefur um 28 ára helmingunartíma. Fínn strontínsalli brennur af sjálfu sér ef hann kemst í snertingu við loft við stofuhita.

  Kalsín  
Rúbidín Strontín Yttrín
  Barín  
Efnatákn Sr
Sætistala 38
Efnaflokkur Jarðalkalímálmur
Eðlismassi 2630,0 kg/
Harka 1,5
Atómmassi 87,62 g/mól
Bræðslumark 1050,0 K
Suðumark 1655,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form (meðseglandi)
Lotukerfið

Strontín er 15. algengasta efni jarðskorpunnar. Breski efnafræðingurinn Adair Crawford tók fyrstur eftir því í málmgrýti úr blýnámum í skosku hálöndunum, nálægt þorpinu Strontian. Thomas Charles Hope gaf efninu nafn sitt eftir þorpinu.

Eiginleikar

breyta

Strontín er mjög hvarfgjarn málmur sem hvarfast við snertingu við loft og vatn og finnst þess vegna einungis í efnasamböndum. Strontín er mýkra en kalsín og jafnvel enn hvarfgjarnara í vatni, en við þau efnahvörf verður til strontínhýdroxíð og vetni. Við bruna í lofti myndar það bæði strontínnítríð og strontínoxíð. Hreint strontín er geymt í steinolíu til að koma í veg fyrir oxun. Rokgjörn strontínsölt brenna með rauðum loga og eru notuð við gerð blysa og í leifturljós.

Notkun

breyta

Strontín er aðallega notað í gler fyrir litasjónvörp til að koma í veg fyrir röntgengeislun frá bakskautslampanum.

Mannslíkaminn tekur strontín upp eins og kalsín og fellir það inn í beinabygginguna. Vegna þessara eiginleika eru geislavirkir ísótópar strontíns meðal annars notaðir í geislameðferð við beinkrabbameini.

   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.