Lantan
Frumefni með efnatáknið La og sætistöluna 57
Lantan eða lantanum (úr grísku: λανθανω, „að vera falið“) er frumefni með efnatáknið La og er númer 57 í lotukerfinu. Lantan er silfurhvítt lantaníð sem kemur fyrir í nokkrum sjaldgæfum steindum oftast í sambandi við serín og önnur sjaldgæf frumefni. Lantan er mjúkur málmur sem oxast hratt í snertingu við loft.
Yttrín | |||||||||||||||||||||||||
Barín | Lantan | Serín | |||||||||||||||||||||||
Aktín | |||||||||||||||||||||||||
|
Lantan er unnið úr steindum á borð við mónasít og bastnäsít með flókinni þrepaskiptri aðferð. Lantansambönd eru notuð mjög víða, meðal annars sem hvatar, íblöndunarefni í gler, í lampa, kveikjara og blys, glóskaut, sem sindurefni og fleira.
Einkenni
breytaLantan er silfurhvítur, mjúkur málmur með sexstrenda kristalbyggingu við stofuhita. Lantan oxast auðveldlega og er því aðeins notað hreint í rannsóknum.
Notkun
breyta- Lantan er notað í forskaut NiMH-rafhlaðna
- Lantan er notað í lýsingu, einkum í kvikmyndaverum
- Lítið magn lantans eykur mýkt, álagsþol og sveigjanleika stáls
- Lantan er notað í sundlaugar til að fjarlægja fosföt sem þörungar nærast á
- Lantankarbónat er líka notað sem lyf til að fjarlægja fosfat hjá sjúklingum með biluð nýru vegna blóðfosfatsóhófs