[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Vancouver-eyja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vancouvereyja.
Þinghúsið í Victoria.
Á eyjunni er regnskógar með tröllvöxnum trjám eins og þessi risalífviður.
Um miðbik eyjunnar eru hæstu fjöllin. Hér Mount Rousseau (1958 m).

Vancouvereyja er í Bresku Kólumbíu í Kanada. Höfuðborgin heitir Victoria. Flatarmál Vancouvereyju er rúmlega 31.000 ferkílómetrar. Um 760.000 manns búa þar, flestir á stórborgarsvæði Victoriu.

Áður en Evrópubúar komu til eyjunnar höfðu frumbyggjar búið þar í þúsundir ára.

Eyjan er nefnd eftir George Vancouver, breskum flotaforingja. Hún hét áður Quadra og Vancouvereyja eftir að friður komst á milli flotaforingjans spænska Juan Francisco de la Bodega y Quadra og George Vancouver í deilum um landsvæði. Þegar spænsk áhrif dvínuðu varð Vancouver-nafnið ofan á.

Loftslagið á Vancouvereyju er eitt það mildasta í Kanada og þar er sjaldan frost. Staðurinn Henderson Lake á vesturströnd eyjunnar er úrkomusamasti staður Norður-Ameríku með 6650 millimetra árlega.

Á eyjunni eru tempraðir regnskógar með afar gömlum trjám. Meðal trjátegunda eru risalífviður, degli, marþöll og sitkagreni. Hæsti punktur Vancouvereyju er 2195 metrar.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.