Donets
Útlit
Donets eða Síverskyj Donets er stærsta fljót í austur-Úkraínu og stærsta þverá Don. Fljótið rennur rúma 1000 kílómetra og á upptök sín norður af Belgorod í Rússlandi, fer í gegnum Úkraínu, og tæmist við Rostov-oblast í Rússlandi. Svæðið Donbas er kennt við ána.
Donets hefur verið farartálmi rússneska hersins í innrás hans 2022.