Serín (frumefni)
Frumefni með efnatáknið Ce og sætistöluna 58
Serín er frumefni með efnatáknið Ce og sætistöluna 58. Serín er mjúkur, sveigjanlegur, silfurhvítur málmur sem tærist þegar hann kemst í snertingu við súrefni. Hreint serín er svo mjúkt að hægt er að skera það með venjulegum eldhúshníf. Serín er annað frumefnið í röð lantaníða, og þótt það hafi oft oxunarstigið +3 sem einkennir flokkinn hefur það líka stöðugt +4 oxunarstig sem oxar ekki vatn. Serín telst til sjaldgæfra jarðmálma. Serín gegnir engu hlutverki í mannslíkamanum og er lítið eitrað.
Lantan | Serín (frumefni) | Praseódým | |||||||||||||||||||||||
Þórín | |||||||||||||||||||||||||
|
Notkun
breyta- Í glóðarlampa.
- Serínoxíð er notað sem fínslípiefni.
- Sem íblöndunarefni í litarefni til að gera þau meira ljósekta.
- Sem íblöndunarefni í fosfór í ljóstvistum.
- Til að lækka bræðslumark áls.