[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Dr. Henry Walton „Indiana“ Jones yngri er aðalpersóna, hermaður og fornleifafræðingur í samnefndri kvikmyndaröð. Hann kom fyrst fram í myndinni Leitin að týndu örkinni (Raiders of the lost Ark) árið 1981.

Harrison Ford klæddur sem Indiana Jones við upptökur á Indiana Jones og konungsríki kristalshauskúpunnar árið 2007.

Kvikmyndir

breyta

Kvikmyndirnar um Indiana Jones eru grín-, hasar- og ævintýramynd sem eru fimm talsins, og leikur Harrison Ford Indy í þeim öllum.

Fyrsta myndin var Ránið á týndu örkinni (Raiders of the Lost Ark) en hún gerist upp úr 1930. Þar mætir Indiana Jones meðal annars nasistum í leit sinni að týndu sáttmálsörkinni.

Næsta mynd var Indiana Jones og musteri óttans (Indiana Jones and the Temple of Doom) sem kom út árið 1984. Hún gerist að mestu á Indlandi og árið er 1935.

Þriðja myndin var Indiana Jones og síðasta krossferðin (Indiana Jones and The Last Crusade). Hún kom út árið 1989 og hún gerist árið 1938.

Fjórða myndin er Indiana Jones og konungsríki kristalshauskúpunnar (Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull) og kom út árið 2008. Sú mynd gerist árið 1957 og hefur Indy elst nokkuð milli mynda.

Síðasta myndin er Indiana Jones and Dial Of Destiny og kemur hún út sumarið 2023.

Sjónvarpsþættir

breyta

Á árunum 1992 til 1996 gerði George Lucas sjónvarpsþáttaröð um Indiana Jones sem nefndist Ævintýri Indiana Jones (The Young Indiana Jones Chronicles).

   Þessi dægurmenningagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.