[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Bangladess

Land í Suður-Asíu

Bangladess (bengalska: গণপ্রজাতন্ত্রী বাংলাদেশ), formlega Alþýðulýðveldið Bangladess, er land í Suður-Asíu með landamæri að Indlandi og Mjanmar og strönd að Bengalflóa við ósa Gangesfljóts. Í norðri skilur mjó landræma, Siliguri-hliðið, milli Bangladess og Nepals og Bútan. Indverska héraðið Sikkim skilur milli Bangladess og Kína. Landið nær yfir austurhluta héraðsins Bengal þaðan sem það dregur nafn sitt. Bangladess er áttunda fjölmennasta ríki heims með yfir 170 milljón íbúa.

Alþýðulýðveldið Bangladess
গনপ্রজাতন্ত্রী বাংলাদেশ
Fáni Bangladess Skjaldarmerki Bangladess
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Amar Sonar Bangla
Staðsetning Bangladess
Höfuðborg Dakka
Opinbert tungumál bengalska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Mohammed Shahabuddin
Aðalráðgjafi Muhammad Yunus
Sjálfstæði frá Pakistan
 • Yfirlýst 26. mars 1971 
 • Sigurdagur 16. desember 1971 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
94. sæti
147.570 km²
6,4
Mannfjöldi
 • Samtals (2022)
 • Þéttleiki byggðar
8. sæti
169.800.000
1.106/km²
VLF (KMJ) áætl. 2020
 • Samtals 917,805 millj. dala (29. sæti)
 • Á mann 5.453 dalir (136. sæti)
VÞL (2018) 0.614 (135. sæti)
Gjaldmiðill taka (BDT)
Tímabelti UTC+6
Þjóðarlén .bd
Landsnúmer +880

Bangladess myndar austurhluta (þann stærri) Bengalsvæðisins. Samkvæmt fornu indversku helgiritunum Ramayana og Mahabharata, var Vanga, eitt af samnefndum ríkjum á Bengalsvæðinu, öflugur bandamaður hinnar goðsögulegu borgar Ayodhya. Í fornöld og klassíska tímabilinu í sögu indverska meginlandsins voru þar mörg furstadæmi, þar á meðal Pundra, Gangaridai, Gauda, Samatata og Harikela. Það var einnig Mauryan-hérað sem var hluti af ríki Ashoka. Furstadæmin áttu mikil viðskipti við erlend ríki, höfðu tengsl við við hinn rómverska heim, fluttu út fíngerð klæðaefni úr mússulíni og silki til Miðausturlanda og þaðan bárust stefnur í heimspeki og listum til Suðaustur-Asíu. Pala-veldið, Chandra-veldið og Sena-keisaradæmið voru síðustu miðríkin í Bengal fyrir komu íslam. Íslam breiddist fyrst út innan Pala-veldisins sem átti í viðskiptum við Abbasída, en í kjölfar hernáms Bakhtiyar Khalji og í kjölfar stofnun soldánsdæmisins í Delí og predikana Shah Jalal í Austur-Bengal, breiddist trúin um allt svæðið. Árið 1576 lagði Mógúlveldið undir sig hið auðuga soldánsdæmi í Bengal. Eftir lát Aurangzebs snemma á 18. öld varð héraðið Bengal að hálfsjálfstæðu ríki undir stjórn nawaba Bengal. Breska Austur-Indíafélagið lagði héraðið undir sig eftir sigur í orrustunni við Plassey 1757.

Við skiptingu Indlands 1947 varð Bangladess hluti af Pakistan sem Austur-Pakistan. Eftir blóðuga sjálfstæðisbaráttu fékk landið sjálfstæði frá Pakistan árið 1971. Í kjölfarið fylgdu erfið ár með hungursneyðum, fátækt, stjórnmálaóróa og fjölda herforingjabyltinga. Árið 1991 var lýðræði endurreist og síðan þá hefur leiðin legið hægt upp á við, þótt landið glími enn við vandamál eins og spillingu, útbreidda fátækt, pólitískan óstöðugleika og náttúruhamfarir.

Bangladess er kallað fljótalandið og það stendur á frjósömum árósum þar sem Gangesfljót, Brahmaputra og Meghna renna saman. Flóð valda vandræðum árlega á monsúntímabilinu og vegna fátæktar er stór hluti íbúa berskjaldaður fyrir náttúruhamförum eins og fellibyljum. Bangladess er eitt af þeim löndum sem talin eru í mikilli hættu vegna loftslagsbreytinga. Við ströndina eru fenjaskógar eins og Sundarbanskógurinn í suðvesturhlutanum sem er stærsti leiruviðarskógur heims og er á heimsminjaskrá UNESCO. Raunvöxtur landsframleiðslu í Bangladess hefur verið með því mesta í heiminum síðustu ár. Landið hefur náð miklum árangri í baráttu við barnadauða og offjölgun, hefur aukið valdeflingu kvenna og dregið úr hættu vegna náttúruhamfara. Landið var með þeim fyrstu sem náði öllum þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Vegna þessa uppfærði Heimsbankinn stöðu landsins í miðtekjuland.

Nákvæmur uppruni orðsins Bangla er ekki þekktur, þó að það sé talið koma frá „Vanga“, fornu konungsríki og landsvæði á árósum Gangesfljóts á indverska meginlandinu. Ríkið var í Suður-Bengal, en kjarnasvæðið þess náði yfir núverandi suðurhluta indverska héraðsins Vestur-Bengal og suðvesturhluta Bangladess. Í íslamskri hefð er sagt að heitið komi frá „Bung/Bang“, sem var sonur Hind (sem aftur var sonur Hams, sonar Nóa) sem hafi fyrstur manna byggt svæðið. Viðskeytinu „al“ var bætt við það eftir að furstar til forna reistu hauga sem voru 10 fet á hæð og 20 á breidd á láglendinu við rætur hæðanna sem kallaðar voru „al“. Með því að bæta viðskeytinu við Bung, varð heitið Bengal til og öðlaðist fastan sess“. [1][2] Þessa kenningu er að finna í sagnfræðiritinu Riyaz-us-Salatin eftir Ghulam Husain Salim.[3]

Aðrar kenningar benda á heiti frumdravidísks ættbálks frá bronsöld,[4] ástríska orðið „Bonga“ (sólguð),[5] og járnaldarríkið Vanga.[5] Indóaríska viðskeytið Desh er dregið af orðinu deśha úr sanskrít, sem þýðir „land“. Þess vegna þýðir nafnið Bangladess „land Bengal“.[6]

Hugtakið Bangla vísar bæði til Bengalsvæðisins og tungumálsins bengölsku. Elsta þekkta notkun hugtaksins er á Nesari-plötunum frá árinu 805. Hugtakið Vangaladesa er að finna í skjölum frá 11. öld á Suður-Indlandi. [6][7] Heitið fékk opinbera stöðu í soldánsdæminu Bengal á 14. öld.[8] Shamsuddin Ilyas Shah lýsti því yfir að hann væri fyrsti „sja Bangala“ árið 1342. Orðið Bangla varð algengasta heiti svæðisins á íslamska tímabilinu. Portúgalar vísuðu til svæðisins sem Bengala á 16. öld.[9] Hugtakið Bangladess var oft skrifað sem tvö orð, Bangla Desh, áður fyrr. Frá og með sjötta áratugnum notuðu þjóðernissinnar í Bengal hugtakið á pólitískum fjöldafundum í Austur-Pakistan .

Stjórnmál

breyta

Stjórnsýslueiningar

breyta
A clickable map of Bangladesh exhibiting its divisions. Rangpur-umdæmiRajshahi-umdæmiKhulna-umdæmiMymensingh-umdæmiDhaka-umdæmiBarisal-umdæmiSylhet-umdæmiChittagong-umdæmi
A clickable map of Bangladesh exhibiting its divisions.

Bangladess skiptist í átta stjórnsýsluumdæmi[10][11][12] sem hvert er nefnt eftir höfuðstað þeirra: Barisal (opinberlega Barishal[13]), Chittagong (opinberlega Chattogram), Dhaka, Khulna, Mymensingh, Rajshahi, Rangpur og Sylhet.

Umdæmin skiptast í héruð (zila). Í Bangladess eru 64 héruð, sem hvert og eitt skiptist aftur í upazila (undirdeildir) eða thana. Umdæmi hverrar lögreglustöðvar, nema þeirra sem eru á stórborgarsvæðum, skiptist í nokkur sveitarfélög þar sem hvert sveitarfélag samanstendur af mörgum þorpum. Á höfuðborgarsvæðunum er umdæmum lögreglustöðva skipt í deildir sem skiptast frekar í mahallas .

Engir kjörnir fulltrúar eru á umdæmis- eða héraðsstiginu og stjórn þeirra er í höndum skipaðra embættismanna. Beinar kosningar eru haldnar í hverju sveitarfélagi (eða deild) til að kjósa formann og nokkra fulltrúa. Árið 1997 voru samþykktar lög þannig að þrjú sæti (af 12) í hverju sveitarfélagi væru frátekin fyrir kvenkyns frambjóðendur.[14]

Stjórnsýslueiningar Bangladess
Skipting Höfuðborg Stofnað Svæði (km 2 ) [15] Mannfjöldi 2016 Þéttleiki
Barisal-umdæmi Barisal 1. janúar 1993 13.225 9.145.000 691
Chittagong-umdæmi Chittagong 1. janúar 1829 33.909 31.980.000 943
Dhaka-umdæmi Dhaka 1. janúar 1829 20.594 40.171.000 1.951
Khulna-umdæmi Khulna 1. október 1960 22.284 17.252.000 774
Mymensingh-umdæmi Mymensingh 14. september 2015 10.584 12.368.000 1.169
Rajshahi-umdæmi Rajshahi 1. janúar 1829 18.153 20.412.000 1.124
Rangpur-umdæmi Rangpur 25. janúar 2010 16.185 17.602.000 1.088
Sylhet-umdæmi Sylhet 1. ágúst 1995 12.635 11.291.000 894. mál

Tilvísanir

breyta
  1. Land of Two Rivers, Nitish Sengupta
  2. Abu'l-Fazl. Ain-i-Akbari.
  3. RIYAZU-S-SALĀTĪN: A History of Bengal Geymt 15 desember 2014 í Wayback Machine, Ghulam Husain Salim, The Asiatic Society, Calcutta, 1902.
  4. „Bangladesh: early history, 1000 B.C.–A.D. 1202“. Bangladesh: A country study. Washington, DC: Library of Congress. september 1988. Afrit af uppruna á 7. desember 2013. Sótt 1. desember 2014. „Historians believe that Bengal, the area comprising present-day Bangladesh and the Indian state of West Bengal, was settled in about 1000 B.C. by Dravidian-speaking peoples who were later known as the Bang. Their homeland bore various titles that reflected earlier tribal names, such as Vanga, Banga, Bangala, Bangal, and Bengal.“
  5. 5,0 5,1 SenGupta, Amitabh (2012). Scroll Paintings of Bengal: Art in the Village. AuthorHouse UK. bls. 14. ISBN 9781468579376.
  6. 6,0 6,1 Sen, Sailendra Nath. Ancient Indian History and Civilization. New Age International. ISBN 978-81-224-1198-0.
  7. Keay, John. India : a history. New York : Atlantic Monthly Press. ISBN 978-0-87113-800-2.
  8. Ahmed, Salahuddin. Bangladesh: Past and Present. APH Publishing. ISBN 978-81-7648-469-5.
  9. Sircar, Dineschandra. Studies in the Geography of Ancient and Medieval India. Motilal Banarsidass Publ. ISBN 978-81-208-0690-0.
  10. „List of Divisions | People's Republic of Bangladesh | গণপ্রজাতন্ত্রী বাংলাদেশ সরকার“. www.bangladesh.gov.bd.
  11. „South Asia :: Bangladesh“. CIA. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. janúar 2021.
  12. „Rangpur becomes a division“. bdnews24.com (enska).
  13. „Bangladesh changes English spellings of five districts“. bdnews24.com. 2. apríl 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 15 desember 2020. Sótt 1. október 2019.
  14. Local Government Act, No. 20, 1997
  15. „Health bulletin 2016“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 3. mars 2020.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.