[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Victoriano Alberto Zorrilla (6. apríl 190623. apríl 1986) var argentínskur sundmaður sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikum. Hann hvílir í Hólavallakirkjugarði.

Victoriano Alberto Zorrilla
Sundkappinn Zorrilla.
Fæddur6. apríl 1906
Dáinn23. apríl 1986 (80 ára)
ÞjóðerniArgentínskur
StörfÍþróttamaður
Þekktur fyrirað vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikum.

Lífshlaup

breyta

Zorilla var af efnafólki kominn og varð snemma afburðaíþróttamaður í heimalandi sínu og keppti í fjölda greina. Aðeins átján ára að aldri keppti hann á Ólympíuleikunum 1924 sem haldnir voru í París. Þar tók hann þátt í þremur sundgreinum. Bestur var árangurinn í 100 metra sundi með frjálsri aðferð, þar sem hann hafnaði í sjötta sæti í milliriðli, nærri sjö sekúndum á eftir Johnny Weissmuller sem sló heimsmet og öðlaðist mikla frægð á leikunum.

Fjórum árum síðar mætti Zorilla aftur til leiks á leikunum 1928 í Amsterdam, reynslunni ríkari. Að þessu sinni skráði hann sig til leiks í fjórum greinum. Í 400 metra sundi með frjálsri aðgerð kom hann öllum að óvörum og vann til gullverðlauna á nýju Ólympíumeti þrátt fyrir að keppa á ystu braut í úrslitasundinu. Þar með varð hann fyrstu gullverðlaunahafi Suður-Ameríku í sundkeppni ÓL.

Á Ólympíuleikunum 1932 í Los Angeles var Zorilla fánaberi argentínska íþróttaflokksins við setningarathöfnina en vegna veikinda gat hann ekki keppt á leikunum.

Síðar keppti Zorilla fyrir sundlið í New York-borg og gerðist í kjölfarið bandarískur ríkisborgari. Hann kvæntist íslenskri konu, Sonju Wendel Benjamínsson de Zorilla og auðguðust þau mjög á verðbréfaviðskiptum. Hann lést í Miami skömmu eftir 80 ára afmæli sitt árið 1986.

Í hlaðvarpsþætti RÚV 15. júlí 2024 var upplýst að Alberto Zorrilla hefði að lokum verið jarðsettur í Hólavallagarði við hlið eiginkonu sinnar og sé því eini Ólympíumeistarinn sem hvílir í íslenskri moldu.[1]

Heimildir

breyta
  1. „Ólympíusögur, hlaðvarp RÚV 15. júlí 2024“.