[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Hólavallagarður (oft kallaður Hólavallakirkjugarður og stundum einnig Suðurgötu(kirkju)garður) er stór kirkjugarður í Vesturbæ Reykjavíkur.

Hólavallagarður á sólríkum degi.
Stæðilegt tré í garðinum.
Grafir.

Staðarlýsing

breyta

Hólavallagarður er stærsti íslenski kirkjugarðurinn frá 19. öld. Hann tók við af kirkjugarði Víkurkirkju sem var þar sem nú er torg, oft nefnt fógetagarðurinn, á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Fyrst til að hljóta legstað í garðinum var Guðrún Oddsdóttir en hún var grafin árið 1838 og er því nefnd vökukona garðsins.[1] Frá 1838 til 1951 var líkhús í garðinum en þá var byggt nýtt líkhús í Fossvogskirkjugarði.

Að garðinum liggja Suðurgata í austri, Hringbraut í suðri, Ljósvallagata í vestri og Hólatorg og Kirkjugarðsstígur í norðri. Elsti hluti garðsins er sá sem er næstur miðbænum, norðausturhornið. Nærri garðinum miðjum er klukknaport. Þegar búið var að úthluta nánast öllum gröfum í garðinum árið 1932 tók Fossvogskirkjugarður við sem aðalkirkjugarður borgarinnar. Enn er þó stundum grafið í honum, einkum í gamla fjölskyldugrafreiti sem hafa verið fráteknir lengi[2] Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma sjá um garðinn. Hann þjónar einnig sem grenndarskógur fyrir Melaskóla.

Gamli kirkjugarðurinn

Kirkjugarðurinn við Suðurgötu, sem í rúmlega 100 ár hefir verið aðalkirkjugarður Reykjavíkur, er nú ávalt í daglegu tali nefndur „gamli kirkjugarðurinn". Er þetta nafn að festast við garðinn, því í blöðunum er oft auglýst að „jarðað verði í gamla kirkjugarðinum". Jeg veit, að margir Reykvíkingar kunna illa við þetta nafn á garðinum, sem áður hjet bara Kirkjugarðurinn, en það breyttist þegar Fossvogs garðurinn varð til.

— Úr Morgunblaðinu 1943; Víkverji.

Legsteinar og krossar í garðinum eru eins fjölbreyttir og við má búast eftir tæpra tveggja alda notkun. Sumir steinarnir eru mjög stórir og veglegir og bera menningarsögu Íslendinga vitni. Gróðurfar í garðinum er einnig fjölbreytt; þar er að finna á annað hundrað tegunda af jurtum og trjám, sem sýna m.a. hvað fólki hefur þótt við hæfi að gróðursetja á leiði fyrr á tíð. Má þar meðal annars finna mikið af greni, hlyn, björk og reyni, það elsta síðan á millistríðsárunum. Fágætari tegundir garðsins eru m.a. evrópulerki (borgartré Reykjavíkur 2011), álmur, gráelri og askur.

Samkvæmt deiliskipulagi Reykjavíkurborgar frá 2003 fellur garðurinn undir hverfisvernd. Hún telst ekki vera formleg friðlýsing, en skoðast sem viljayfirlýsing borgaryfirvalda um að varðveita garðinn og að fara varlega við breytingar á honum. Fyrir utan tvær stækkanir á 19. og 20. öld, hefur garðinum lítið verið breytt.

Um aldamótin 2000 voru megingangstígar hellulagðir og ljósker sett upp til viðbótar við nokkra ljósastaura sem þar voru fyrir. Krossar og grindverk úr járni setja svip sinn á garðinn, en hann mun vera einn fárra kirkjugarða í Evrópu þar sem slíkt var ekki tekið niður og brætt upp til hergagnaframleiðslu í stríðum 20. aldar. Múrinn sem umlykur Hólavallakirkjugarð þykir einnig merkur; hann er að hluta til hlaðinn en að hluta til steyptur. Lítið hefur verið hróflað við elsta hluta garðsins, og telst það ólíkt því sem gerist í öðrum gömlum norrænum kirkjugörðum, þar sem elstu hlutarnir eru gjarnan sléttaðir.

Listfræðingurinn Björn Th. Björnsson kallaði Hólavallagarð „stærsta og elsta minjasafn“ Reykjavíkur í bókinni Minningarmörk í Hólavallagarði og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur tekið í sama streng. Garðurinn er heimild um list- og táknfræði, persónusögu og ættfræði og stefnur í byggingarlist, minningarmörkum, garðyrkju og handverki. Lágmyndir af hinum látnu eru á þónokkrum legsteinum, margar þeirra eftir myndhöggvarana Einar Jónsson, Albert Thorvaldsen og Ríkarð Jónsson. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, hannaði klukknaport garðsins.

Í garðinum eru minningarreitir um franska og færeyska sjómenn sem fórust við íslandsstrendur. Venja er á 17. júní að leggja blómsveig við gröf Jóns Sigurðssonar.

Garðurinn var tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2005.[3]

Þekkt fólk sem er grafið í Hólavallagarði

breyta

Meðal þekktra einstaklinga sem voru jarðaðir í Hólavallakirkjugarði má telja eftirfarandi:

Nokkur minningarmörk

breyta

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Júlía Margrét Einarsdóttir „Hver er þessi „kona hans“?“, Ruv.is (skoðað 8. júlí 2020)
  2. Gardur.is, „Legstaðarskrá“ (skoðað 8. júlí 2020)
  3. Gardur.is, „Hólavallakirkjugarður“
  4. Sigurbjörnsson, Þorkell Gunnar (15. júlí 2024). „Ólympíusögur – Ólympíumeistari í íslenskri moldu“. ruv.is. Sótt 17. júlí 2024.
  5. Gardur.is, „Bjarni Jónsson“ (skoðað 22. júní 2019)
  6. Gardur.is, „Bríet Bjarnhéðinsdóttir“ (skoðað 22. júní 2019)
  7. Gardur.is, „Hannes Hafstein“, (skoðað 22. júní 2019)
  8. Gardur.is, „Ingibjörg H. Bjarnason“ (skoðað 22. júní 2019)
  9. Gardur.is, „Jóhannes Sveinsson Kjarval“, (skoðað 22. júní 2019)
  10. Gardur.is, „Jón Sigurðsson“ (skoðað 22. júní 2019)
  11. Gardur.is, „Þorbjörg Sveinsdóttir“ (skoðað 22. júní 2019)
  12. Gardur.is, „Þorsteinn Erlingsson“ (skoðað 22. júní 2019)
  13. http://www.visir.is/g/2018181118877