Tripura
Útlit
Tripura er fylki í norðausturhluta Indlands og eitt af systurfylkjunum sjö. Það á landamæri að Bangladess í norðri, suðri og vestri, og indversku fylkjunum Assam og Mizoram í austri. Höfuðstaður fylkisins er borgin Agartala. Íbúar eru um 3,6 milljónir og 30% þeirra tilheyra ýmsum frumbyggjahópum. Stærsti hópurinn eru trípúrar sem tala borokmál.
Svæðið var öldum saman konungsríkið Twipra og var furstafylki í Breska Indlandi.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Tripura.