[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Arunachal Pradesh

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Arunachal Pradesh

Arunachal Pradesh er austasta fylki Indlands. Það á landamæri í suðri að Assam og Nagalandi, Bútan í vestri, Mjanmar í austri og Tíbet í norðri. Alþýðulýðveldið Kína gerir tilkall til stærsta hluta fylkisins sem Suður-Tíbet. Höfuðstaður fylkisins er Itanagar.

Íbúar Arunachal Pradesh eru um 1,3 milljónir. Héraðið er eitt það fjölbreyttasta á Indlandi hvað varðar menningu, tungumál og trúarbrögð íbúa. Langflest tungumálin eru af tíbesk-búrmísku málaættinni. Enska er eina opinbera mál fylkisins.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.