[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

The West Wing

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The West Wing
Upphafsmynd The West Wing
Einnig þekkt semVesturálman
TegundStjórnmál, Drama
ÞróunAaron Sorkin
LeikararMartin Sheen
Allison Janney
Richard Schiff
John Spencer
Bradley Whitford
Stockard Channing
Dulé Hill
Janel Moloney
Rob Lowe
Joshua Malina
Mary McCormack
Alan Alda
Jimmy Smits
TónskáldW.G. Snuffy Walden
UpprunalandBandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða7
Fjöldi þátta156
Framleiðsla
StaðsetningHvíta húsið (Washington, D.C.)
Bandaríkin
Lengd þáttar42 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðNBC
Myndframsetning480i (SDTV)
Sýnt22. september 1999 - 14.maí 2006 – 14. maí 2006
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

The West Wing (Vesturálman) er bandarískur sjónvarpsþáttur sem fjallar um æðstu starfsmenn Hvíta hússins í Washington og líf þeirra. Höfundurinn að þættinum er Aaron Sorkin.

Þátturinn fékk jákvæða gagnrýni bæði frá gagnrýnendum, stjórnmála prófessorum og fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins.

Framleiddar voru sjö þáttaraðir og var fyrsti þátturinn frumsýndur 22. september 1999.

Framleiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Hugmynd og þróun

[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn var hannaður af Aaron Sorkin. Samkvæmt DVD lýsingu ætlaði Sorkin sér að þátturinn fylgdi eftir Sam Seaborn og öðrum æðstu starfsmönnum og átti forsetinn aðeins að vera í sérstöku gestahlutverki. Samt sem áður jókst hlutverk Bartlets með tímanum og eftir því sem leið á seríuna. Jákvæð gagnrýni bæði frá almenningi og gagnrýnendum gagnvart hlutverki Sheens sem Bartlet gerði það að verkum að hlutverk Lowes minnkaði. Þar að auki, samkvæmt Sorkin, þá minnkaði söguþráður Sams en jókst hjá Josh Lyman. Þessi breyting er ein af þeim ástæðum fyrir því að Lowe yfirgaf þáttinn.[1]

Fyrstu fjórar þáttaraðirnar þá skrifaði Sorkin næstum hvern einasta þátt. Notaðist hann við rannsóknarefni, uppköst að senum og handritsuppköst starfsmanna sinna. Auk þess notaði hann stundum söguþræði, þáttatitla, nöfn persóna, og leikara úr Sports Night, grínþætti sem hann hafði þróað en þar varð til orðræðu stíll hans sem sást vel í The West Wing. Orðræðu stíll hans var taktfastur, glefsinn og vitsmunalega stríðinn. Meðframleiðsustjórinn Thomas Schlamme bjó til ganga og tala senurnar, þar sem persónurnar tala saman og ganga milli tveggja staða. Þessar senur urðu eitt af helstu einkennum þáttarins.[2] Skrif Sorkins leiddu oft til aukins kostnaðar og breytinga á áætlunum.[3] Yfirgaf hann þáttinn eftir fjóru þáttaröðina vegna persónulegra vandamála.[4] Thomas Schlamme yfirgaf einnig þáttinn eftir fjórðu þáttaröðina. Við tók John Wells sem gerðist yfirframleiðslustjóri eftir brottför þeirra.

Í viðtali á Seríu 1, DVD disknum, segir Bradley Whitford að hann hafi verið í byrjun ráðinn sem Sam, þó að Aaron Sorkin hafi hannað persónuna Josh sérstaklega fyrir hann. Í sama viðtali segir, Janel Moloney að hún hafi farið í áheyrnarpróf fyrir C.J. og að Donna, átti ekki að vera mikilvæg peróna. Leikararnir Alan Alda og Sidney Poitier voru skoðaðir fyrir hlutverk forsetans, Judd Hirsch fyrir Leo, Eugene Levy fyrir Toby, og CCH Pounder fyrir C.J.[5]

Framleiðendur

[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn var framleiddur af Warner Bros. Television. Aaron Sorkin var yfirframleiðslustjóri fyrstu fjóru þáttaraðirnar áður en hann yfirgaf þáttinn. Thomas Schlamme og John Wells voru einnig framleiðslustjórar en Schlamme yfirgaf einnig þáttinn eftir fjórðu þáttaröðina. Eftir stóð Wells sem yfirframleiðslustjóri.

Tökustaðir

[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn var aðallega tekinn upp á Stage 23 í Warner Brothers Burbank Studios í Burbank, Kaliforníu. Einnig var hann tekinn upp víða um Bandaríkin og í Kanada.[6]

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

The West Wing fylgir eftir æðstu starfsmönnum forseta Bandaríkjanna og lífi þeirra.

Leikaraskipti

[breyta | breyta frumkóða]

Leikkonan Moira Kelly var aðeins hluti af fyrstu þáttaröðinni. Aaron Sorkin sagði að persóna hennar hafði ekki virkað og því hafi hún verið tekin út.

Rob Lowe var fyrsti aðalleikarinn til þess að yfirgefa þáttinn en hann gerði það eftir fjórðu þáttaröðina. Í stað hans var Joshua Malina ráðinn sem Will Bailey árið 2002.

Leikkonan Emily Procter lék stórt gestahlutverk sem repúblikana-lögfræðingurinn Ainsley Hayes, frá 2000-2002.

Leikkonan Lily Tomlin var ráðin til að leika forsetaritarann Deborah Fiderer árið 2002 í staðinn fyrir Kathryn Joosten en persóna hennar lést í bílslysi.

Leikkonan Mary McCormack kom fyrst fram í fimmtu þáttaröðinni og varð síðan aðalleikari í sjöttu þáttaröðinni.

Árið 2004 voru leikararnir Alan Alda og Jimmy Smits ráðnir til þess að leika forsetaframbjóðendur flokkanna.

Leikkonan Kristin Chenoweth kom fyrst fram í sjöttu þáttaröðinni og varð síðan aðalleikari í sjöundu þáttaröðinni.

Leikarinn John Spencer, sem lék Leo McGarry, lést úr hjartaáfalli 16. desember 2005 — aðeins ári eftir að persóna hans fékk hjartaáfall í þættinum. Stutt en hjartnæm skilaboð frá Martin Sheen birtust fyrir þáttinn Running Mates, sem var fyrsti nýji þátturinn eftir andlát Spencers. Andlát persónu Spencers var fyrst fjallað um í byrjun þáttarins Election Day Part I, sem var sýndur 2. apríl 2006.

Leikarar og persónur

[breyta | breyta frumkóða]

Æðstu starfsmenn Hvíta hússins

[breyta | breyta frumkóða]
Leikari/Leikkona Persóna Fyrsta starf (Bartlet tímabilið) Annað starf (Bartlet tímabilið) Starf í lok seríu (Santos tímabilið)
Stockard Channing Abigail Bartlet Forsetafrú
Dulé Hill Charlie Young Persónulegur aðstoðarmaður forsetans (Sería 1–6) Sérstakur aðstoðarmaður starfsmannastjórans (Sería 6–7)
Allison Janney Claudia Jean 'C.J.' Cregg Fréttaritari (Sería 1–6) Starfsmannastjóri (Sería 6–7)
Rob Lowe Sam Seaborn Sérstakur samskiptafullrúi (Sería 1–4) Sérstakur starfsmannastjóri
Janel Moloney Donna Moss Yfiraðstoðarmaður Josh Lyman (Sería 1–6) Talskona Russell herferðarinnar/ Talskona Santos herferðarinnar (Sería 6–7) Starfsmannastjóri Forsetafrúarinnar
Richard Schiff Toby Ziegler Yfirmaður samskiptadeildar
Martin Sheen Josiah 'Jed' Bartlet Forseti Bandaríkjanna
John Spencer Leo McGarry Starfsmannastjóri (Sería 1–6) Sérstakur ráðgjafi forsetans (Sería 6)/Varaforsetaefni Demókrata (Sería 7)
Bradley Whitford Josh Lyman Sérstakur starfsmannastjóri (Sería 1–6) Framkvæmdastjóri Santos herferðarinnar (Sería 6–7) Starfsmannastjóri
Joshua Malina Will Bailey Sérstakur samskiptafulltrúi (Sería 4–5) Starfsmannastjóri varaforsetans (Sería 5–7)
Yfirmaður samskiptadeildar (Sería 7)
Þingmaður
Mary McCormack Kate Harper Sérstakur þjóðaröryggisráðgjafi (Sería 5–7)
Kristin Chenoweth Annabeth Schott Sérstakur samskiptafulltrúi (Sería 6) Aðstoðarmaður varaforsetaefnis demókrata (Sería 7) Fréttaritari forsetafrúar (Sería 7)
Jimmy Smits Matt Santos Þingmaður frá Texas (Sería 6) Forsetaefni demókrata (Sería 6–7) Forseti Bandaríkjanna
Alan Alda Arnold Vinick Öldungardeildarþingmaður frá Kaliforníu (Sería 6) Forsetaefni repúblikana (Sería 6–7) Utanríkisráðherra

Starfsmenn Hvíta hússins

[breyta | breyta frumkóða]
Persóna Leikari/Leikkona Hlutverk Þáttaröð
Glen Allen Walken John Goodman Forseti Bandaríkjanna /Forseti þingsins Sería 4-5
Robert Russell Gary Cole Varaforseti Bandaríkjanna Sería 5-7
John Hoynes Tim Matheson Varaforseti Bandaríkjanna Sería 1-4, 6
Dolores Landingham Kathryn Joosten og Kirsten Nelson Forsetaritari Sería 1-2
Deborah Debbie Fiderer Lily Tomlin Forsetaritari Sería 4-7
Margaret Hooper Nicole Robinson Aðstoðarkona Leo McGarry/C.J. Cregg Sería 1-7
Bonnie Devika Parikh Aðstoðarkona Toby Ziegler Sería 1-5
Ginger Kim Webster Aðstoðarkona Sam Seaborn Sería 1-7
Carol Fitzpatrick Melissa Fitzgerald Aðstoðarkona C.J. Gregg Sería 1-7
Nancy Renée Estevez Trúnaðar aðstoðarkona forsetans Sería 1-7
Ed Peter James Smith Starfsmaður og sést oftast með Larry Sería 1-7
Larry William Duffy Starfsmaður og sést oftast með Ed Sería 1-7
Oliver Babish Oliver Platt Yfir lögfræðiráðgjafi forsetans Sería 2, 7
Ainsley Hayes Emily Procter Sérstakur lögfræðiráðgjafi í stjórn forsetans Sería 2-3
Amelia Amy Gardner Mary-Louise Parker Formaður Women's Leadership Coalition og virt kvennréttindakona
Stjórnmála ráðgjafi Stackhouse þegar hann bauð sig fram til forseta
Starfsmannastjóri Bartlet forsetafrúarinnar
Yfirmaður Löggjafamála í Santos stjórninni
Sería 3-5, 7
Aðmírálinn Percy "Fitz" Fitzwallace John Amos Formaður öryggisráðs forsetans Sería 1-5
Hersfhöfðingjinn Nicholas Alexander Terry O'Quinn Formaður öryggisráðs forsetans Sería 5-6
Dr. Nancy McNally Anna Deavere Smith Þjóðaröryggisráðgjafi forsetans Sería 2-7
Ron Butterfield Michael O´Neill Yfirmaður öryggissveitar forsetans Sería 1-7

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]
Persóna Leikari/Leikkona Hlutverk Þáttaröð
Elizabeth "Liz" Bartlet Westin Annabeth Gish Elsta dóttir forsetahjónanna Sería 5-7
Doug Westin Steven Eckholdt Eiginmaður Liz og tengdasonur forsetahjónanna Sería 5-7
Eleanor Emily "Ellie" Bartlet Faison Nina Siemaszko Miðdóttir forsetahjónanna Sería 2, 5, 7
Vic Faison Ben Weber Eiginmaður Ellie og tengdasonur forsetahjónanna Sería 7
Zoey Patricia Bartlet Elisabeth Moss Yngsta dóttir forsetahjónanna Sería 1-2, 4-7
Mallory O´Brien Allison Smith Einkadóttir Leos Sería 1-2, 4, 6-7
Andrea Wyatt Kathleen York Fyrrverandi eiginkona og barnsmóðir Toby Ziegler
Þingmaður frá Maryland
Sería 1-7
Helen Santos Teri Polo Eiginkona Matt Santos Sería 6-7
Danny Concannon Timothy Busfield Blaðamaður The Washington Post
Á í ástarsambandi við C.J.
Sería 1-2, 4-5, 7

Þáttaraðir

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Í fyrstu þáttaröðinni er núverandi stjórn búin að vera við völd í um tvö ár og á erfitt með að koma sér fyrir, ásamt því að koma lagafrumvörpum í gegn.

Önnur þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Í annarri þáttaröðinni er fylgst með eftirmála skotárásarinnar við Rosslyn, þingkosningar verða og hneykslismál skekur Hvíta húsið.

Þriðja þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Í þriðju þáttaröðinni er unnið að kosningabaráttunni og áhrifum innlendra og erlendra hryðjuverkaárása.

Fjórða þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Í fjórðu þáttaröðinni er fylgst með byrjun annars forsetatímabilsins og ófyrirsjáanlegir atburðir hafa mikil áhrif á lífs fjölskyldu forsetans og starfsmannanna sjálfa.

Fimmta þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Í fimmtu þáttaröðinni þarf forsetinn að berjast bæði um mál utan á við og inn á við í landinu.

Sjötta þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Í sjöttu þáttaröðinni er fylgst með for-kosningunum um hver muni vera forsetaefni flokkanna, á meðan reynir forsetinn að byggja upp arfleið sína og berjast við kvilla MS sjúkdómsins.

Sjöunda þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Í sjöundu þáttaröðinni er fylgst með forsetabaráttunni milli demókrata og repúblikana, á sama tíma þarf forsetinn að finna út hver lak háttsettum leynilegum upplýsingum um hernaðar geimflaug.

Raunveruleikinn

[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn sýnir ekki alveg réttu sýnina á lífinu í Vesturálmunni[7]; til dæmis segir Susan, dóttir forsetans Geralds Ford: „Ég get ekki horft á þáttinn. Þeir fara til vinstri og hægri þegar það er ekki hægt“.[8] Fyrrverandi starfsmenn hafa staðfest þetta, samt sem áður þá sýnir þátturinn andrúmsloftið í Vesturálmunni.[9]

Lawrence O'Donnell, fyrrverandi aðstoðarmaður öldungarþingmanns, og Eli Attie, fyrrverandi aðstoðarmaður í Hvíta húsinu og kosningaræðuhöfundur, voru báðir handritshöfundar við þáttinn (O'Donnell í seríum 1-2 og 5-7, Attie í seríum 3-7). Fyrrverandi Hvíta húss fréttaritarinn Dee Dee Myers og skoðanakönnuðurinn Patrick Caddell voru ráðgjafar við þáttinn. Aðrir fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins sem einnig voru ráðgjafar við þáttinn voru Peggy Noonan og Gene Sperling.

Heimildarmynd í seríu 3 bar saman raunverulegt líf Vesturálmunnar við þáttinn. Fjölmargir fyrrverandi starfsmenn Vesturálmunnar hrósuðu þættinum fyrir hversu raunverulega söguþráðurinn var. Meðal þeirra sem hafa hrósað þættinum er ráðgjafinn David Gergen, utanríkisráðherrann Henry Kissinger, starfsmannastjórinn Leon Panetta, sérstaki starfsmannastjórinn Karl Rove, og fyrrverandi forsetarnir Jimmy Carter og Bill Clinton.

Flestir gagnrýnendur lofuðu The West Wing fyrir skrifin, á meðan aðrir gagnrýndu hversu þátturinn var óraunverulega bjartsýnn.[10][11] Neikvæða gagnrýnin var mestöll gagnvart einfaldleika persónanna. Sjónvarpsgagnrýnandinn Heather Havrilesky spurði: „Undir hvaða steini komu þessar skepnur en það sem skiptir mestu máli, hvernig ferðu frá því að vera saklaus þúsundfætla í að verða starfsmaður Hvíta hússins, án þess að vera spillt á leiðinni af hinni dökku hlið stjórnmálanna?“[12]

Félagsleg áhrif

[breyta | breyta frumkóða]

Þrátt fyrir mikið lof fyrir seríuna, þá taldi Sorkin að „skylda okkar er að heilla ykkur eins lengi og þið biðjið okkur um það“.[13] Matthew Miller, fyrrverandi aðstoðarmaður Hvíta hússins, segir að Sorkin „heilli áhorfendur með því að gera mannlegu hlið stjórnmálanna raunverulegra – eða mun raunverulegra en sú mynd sem við sjáum í fréttunum“. Miller nefnir einnig með því að sýna stjórnmálamenn með samkennd hafi þátturinn búið til „niðurrifs keppinauta“ miðað við þá hugmynd sem sést í miðlum um stjórnmál.[9] Í ritgerðinni „The West Wing and the West Wing“ eftir Myron Levine er hún sammála því sem hefur verið sagt að þátturinn „sýni jákvæða hugmynd um almenningsþjónustu og heilbrigða sýn á þeim staðalímyndum sem almenningurinn hefur á Washington“.[7]

Dr. Staci L. Beavers, aðstoðarprófessor í stjórnmálafræði við Kaliforníu State, San Marcos háskólann, skrifaði The West Wing as a Pedagogical Tool og spurði hvort hægt væri að nota The West Wing sem kennsluefni. Komst hún að því að þótt hlutverk seríunnar væri afþreyingarefni, þá býður The West Wing upp á frábært kennsluefni.The West Wing býður upp á dýpri sýn á stjórnmálaferlið sem vanalega eru uppskrúfaðar röksemdir í þáttum á borð við Face the Nation og Meet the Press. Samt sem áður þá geta staðreyndir ákveðinna röksemda skyggt á sjónarmið áhorfenda um persónur þáttarins. Beavers bendir einnig á að ákveðnar persónur sem voru með öðruvísi sjónarmið voru oftast nær vondar í augum áhorfendans. Telur Beaver að gagnrýnin greining á pólitíska skoðun þáttarins gæti gefið áhorfendunum aukna þekkingu.[14]

Félagsleg áhrif þáttarins mátti sjá 31. janúar 2006, þegar greint var frá því að The West Wing hafi átt þátt í því að lagafrumvarp sem stutt var af stjórn Tonys Blair hafði verið hafnað í atburði sem kallaðist West Wing Plot. Planið var búið til eftir að meðlimur Íhaldsflokksins hafði séð þáttinn A Good Day, þar sem demókratar stoppa lagafrumvarp repúblikana um takmörkun stofnfrumurannsókna.[15]

„Vinstri vængurinn“

[breyta | breyta frumkóða]

Blaðamaðurinn Naomi Pfefferman nefndi The West Wing nafninu The Left Wing... vegna þeirrar túlkunar sem hin fyrirmyndar frjálslynda stjórn og að viðurnefnin hafi öll verið notuð af gagnrýnendum þáttarins úr röðum repúblikana.[16][17][18] Chris Lehmann, fyrrverandi ritstjóri og áhorfandi frá The Washington Post, skilgreindi þáttinn sem sögulegt yfirlit forsetatímabils Clintons.[19] Á sama hátt þá höfðu margir repúblikanar lofað þáttinn frá byrjun, jafnvel áður en Sorkin yfirgaf þáttinn og hann færðist yfir á miðjuna.[20] Mackubin Thomas Owen skrifar í grein sinni Real Liberals versus The West Wing frá 2001, „Þó að stjórn hans sé frjálslynd hefur Bartlet kosti sem íhaldsmenn dást að. Hann fer eftir stjórnarskránni og lögum. Hann er trúr eiginkonu sinni og dóttur. Það að vera ótrúr eiginkonu sinni kæmi honum ekki í hug. Hann er ekki aumingi þegar kemur að utanríkismálum — ekkert quid pro quo fyrir hann.“[21]

Blaðamaðurinn Matthew Miller skrifaði: „Þó að þátturinn sýni frjálslynd sjónarmið, þá sýnir hann raunverulegri mannsmynd af því fólki sem er á bakvið forsíður blaðamanna Washingtons í dag.“[9]

Allar sjö þáttaraðirnar af The West Wing hafa verið gefnar út á DVD á svæðum 1 og 2.

DVD nafn Ep # Útgáfudagur
Svæði 1 Svæði 2 Svæði 4
Heil sería Heil sería Heil sería
Sería 1 22 18. nóvember 2002 8. apríl 2002 N/A
Sería 2 22 18. maí 2004 7. apríl 2003 N/A
Sería 3 22 2. nóvember 2004 29. mars 2004 N/A
Sería 4 23 5. apríl 2005 27. september 2004 N/A
Sería 5 22 6. desember 2005 5. apríl 2005 N/A
Sería 6 22 9. maí 2006 26. september 2005 N/A
Sería 7 22 7. nóvember 2006 11. september 2006 N/A

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

AFI-verðlaunin

  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona ársins í seríu – Allison Janney.
  • 2002: Tilnefndur sem besta dramasería ársins.

ALMA-verðlaunin

  • 2006: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsseríu – Jimmy Smits.
  • 2006: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsseríu – Martin Sheen.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsseríu – Martin Sheen.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikar í sjónvarpsseríu – Martin Sheen.

American Cinema Editors-verðlaunin

  • 2004: Tilnefndur fyrir bestu klippingu í 1 klst. seríu fyrir þáttinn 25 – Janet Ashikaga.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu klippingu í 1 klst. seríu fyrir þáttinn Election Night– Janet Ashikaga.
  • 2001: Verðlaun fyrir bestu klippingu í 1 klst. seríu fyrir þáttinn What Kind of Day Has it Been – Tina Hirsch
  • 2000: Tilnefndur fyrir bestu klippingu í 1 klst. seríu fyrir þáttinn Pilot – Christopher Nolan.

American Cinema Foundation-verðlaunin

  • 2000: Tilnefndur sem besta dramaserían.

American Society of Cinematographers-verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Gaza – Thomas Del Ruth.
  • 2004: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir 7A WF 83429 – Thomas Del Ruth.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Holy Night – Thomas Del Ruth.
  • 2002: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Bartlet for America – Thomas Del Ruth.
  • 2001: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna fyror Noel – Thomas Del Ruth.
  • 2000: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Pilot – Thomas Del Ruth.

Art Directors Guild-verðlaunin

  • 2002: Tilnefndur fyrir bestu leikmyndahönnun í stakri-myndavél fyrir Bartlet for America – Kenneth Hardy.
  • 2000: Verðlaun fyrir bestu leikmyndahönnun í sjónvarpsseríu fyrir Pilot – Jon Hutman og Tony Fanning.

BMI Film & TV-verðlaunin

  • 2005: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – W.G. Snuffy Walden.
  • 2004: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – W.G. Snuffy Walden.
  • 2003: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – W.G. Snuffy Walden.
  • 2002: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – W.G. Snuffy Walden.
  • 2001: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – W.G. Snuffy Walden.
  • 2000: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – W.G. Snuffy Walden.

Banff Teleision Festival-verðlaunin

  • 2003: Verðlaun sem besta framhaldsserían.

Casting Society of America-verðlaunin

  • 2002: Tilnefndur fyrir besta leikaraval í dramaseríu – Anthony Sepulveda og Barbara Miller.
  • 2001: Tilnefndur fyrir besta leikaraval í dramaseríu – John Frank Levey, Kevin Scott og Barbara Miller.
  • 2000: Verðlaun fyrir besta leikaraval í dramaseríu fyrir fyrsta þátt – John Frank Levey, Kevin Scott og Barbara Miller.
  • 2000: Tilnefndur fyrir besta leikaraval í dramaseríu – Kevin Scott.

Cinema Audio Society-verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir 2162 Votes – Dan Hiland, Gary D. Rogers og Patrick Hanson.
  • 2003: Verðlaun fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir Posse Comitatus – Dan Hiland, Gary D. Rogers og Patrick Hanson.
  • 2001: Verðlaun fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir In The Shadow Of Two Gunmen – Dan Hiland, Gary D. Rogers og Mark Weingarten.
  • 2000: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir Excelsis Deo – Gary D. Rogers, Dan Hiland og Kenneth B. Ross.

Costume Designers Guild-verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur fyrir bestu samtíma búningahönnun í sjónvarpi – Lyn Paolo.

Directors Guild of America-verðlaunin

  • 2004: Verðlaun fyrir bestu leikstjórn að næturlagi í dramaseríu fyrir 25 – Christopher Misiano, Dylan K. Massin, Douglas S. Ornstein, Catherine Bond og Cary Jones.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn að næturlagi í dramaseríu fyrir Debate Camp – Paris Barclay.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn að næturlagi í dramaseríu fyrir Posse Comitatus – Alex Graves.
  • 2002: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn að næsturlagi í dramaseríu fyrir The Indians in the Lobby – Paris Barclay.
  • 2002: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn að næsturlagi í dramaseríu fyrir Two Cathedrals – Thomas Schlamme.
  • 2001: Verðlaun fyrir bestu leikstjórn að næturlagi í dramaseríu fyrir Noel – Thomas Schlamme, Neal Ahern Jr., Andrew Bernstein, Dylan K. Massin.
  • 2001: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn að næturlagi í dramaseríu fyrir The Portland Trip – Paris Barclay.
  • 2000: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn að næturlagi í dramaseríu fyrir Pilot – Thomas Schlamme.

Emmy-verðlaunin

  • 2006: Verðlaun fyrir besta hljóðmix í marg-myndavél fyrir seríu fyrir The Debate – Ed Greene og Andy Strauber.
  • 2006: Verlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Alan Alda.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikstjóri í dramaseríu fyrir Election Day – Mimi Leder.
  • 2006: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikstjóri í dramaseríu fyrir 2162 Votes – Alex Graves.
  • 2005: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2005: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í stakri-myndavél í seríu fyrir 2162 Votes – Patrick Hanson, Gary D. Rogers og Dan Hiland.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Alan Alda.
  • 2005: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Stockard Channing.
  • 2004: Verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2004: Tilnefndur fyrir bestu leikmyndahönnun í stakri-myndavél fyrir Gaza – Kenneth Hardy og Ellen Totleben.
  • 2004: Tilnefndur fyrir besta leikaraval í dramaseríu – Laura Schiff.
  • 2004: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatöku í stakri-myndavél fyrir 7A WF 83429 – Thomas Del Ruth.
  • 2004: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í dramaseríu – Matthew Perry.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2004: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í stakri-myndavél í seríu fyrir Gaza – Gary D. Rogers, Dan Hiland og Patrick Hanson.
  • 2004: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í seríu fyrir An Khe – Walter Newman, Thomas A. Harris, Catherine Flynn, Rick Hromadka, Darren Wright, Gabrielle Gilbert Reeves, Rick Hammel, David Werntz, John F. Reynolds, Troy Hardy, Michael Crabtree og Casey J. Crabtree.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – John Spencer.
  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Stockard Channing.
  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Janel Moloney.
  • 2003: Verðlaun sem besti leikstjóri í dramaseríu fyrir Twenty Five – Christopher Misiano.
  • 2003: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu leikmyndahönnun í stakri-myndavél fyrir 20 Hours In America, Part 1 and Part 2 – Kenneth Hardy og Ellen Totleben.
  • 2003: Tilnefndur fyrir besta leikaraval í dramaseríu – Anthony Sepulveda og Barbara Miller.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatöku í stakri-myndavél fyrir Holy Night – Thomas Del Ruth.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í dramaseríu – Tim Matheson.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í dramaseríu – Matthew Perry.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2003: Tilnefndur sem besta leikkona í aðalhlutverki í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu klippingu í stakri-myndavél í dramaseríu fyrir Twenty Five – Janet Ashikaga.
  • 2003: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í stakri-myndavél fyrir Twenty Five – Gary D. Rogers, Dan Hiland og Patrick Hanson.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – John Spencer.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Bradley Whitford.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Stockard Channing.
  • 2003: Tilnefndur fyrir besta handritið í dramaseríu fyrir Twenty Five – Aaron Sorkin.
  • 2002: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2002: Verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – John Spencer.
  • 2002: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Stockard Channing.
  • 2002: Tilnefndur fyrir bestu leikmyndahönnun í stakri-myndavél fyrir Manchester, part 2 – Kenneth Hardy og Ellen Totleben.
  • 2002: Tilnefndur fyrir besta leikaraval í dramaseríu – Anthony Sepulveda og Barbara Miller.
  • 2002: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatöku í stakri-myndavél í seríu fyrir Bartlet for America – Thomas Del Ruth.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikstjóri í dramaseríu fyrir The Indians In The Lobby – Paris Barclay.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikstjóri í dramaseríu fyrir Posse Comitatus – Alex Graves.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í dramaseríu – Mark Harmon.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í dramaseríu – Tim Matheson.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í dramaseríu – Ron Silver.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2002: Tilnefndur fyrir bestu klippingu í stakri-myndavél í seríu fyrir Bartlet for America – Lauren A. Schaffer.
  • 2002: Tilnefndur fyrir bestu klippingu í stakri-myndavél í seríu fyrir 100,000 Airplanes – Janet Ashilaga.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Dulé Hill.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Richard Schiff.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Bradley Whitford.
  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Janel Moloney.
  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Mary-Louise Parker.
  • 2002: Tilnefndur fyrir besta handritið í dramaseríu fyrir Posse Comitatus – Aaron Sorkin.
  • 2001: Verðlaun fyrir besta leikaraval í dramaseríu – Kevin Scott, John Frank Levey og Barbara Miller.
  • 2001: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku í stakri-myndavél í seríu fyrir Noel – Thomas Del Ruth.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikstjóri í dramaseríu fyrir In The Shadow Of Two Gunmen, Part I and II – Thomas Schlamme.
  • 2001: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2001: Verðlaun fyrir bestu klippingu í stakri-myndavél í seríu fyrir Two Cathedrals.
  • 2001: Verðlaun fyrir besta hljóðmix í stakri-myndavél í seríu fyrir In The Shadow Of Two Gunmen, Part II – Mark Weingarten, Gary D. Rogers og Dan Hiland.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Bradley Whitford.
  • 2001: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2001: Tilnefndur fyrir bestu leikmyndahönnun í stakri-myndavél fyrir Noel.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikstjóri í dramaseríu fyrir Shibboleth – Laura Innes.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki – Oliver Platt.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki – Rob Lowe.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki – Martin Sheen.
  • 2001: Tilnefndur fyrir bestu tónlistina fyrir In The Shadow Of Two Gunmen – W.G. Snuffy Walden.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Richard Schiff.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – John Spencer.
  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Stockard Channing.
  • 2001: Tilnefndur fyrir besta handritið í dramaseríu fyrir In The Shadow Of Two Gunmen, Part I and II – Aaron Sorkin.
  • 2000: Verðlaun fyrir bestu leikmyndahönnun í stakri-myndavél fyrir Pilot – Jon Hutman, Tony Fanning og Ellen Totleben.
  • 2000: Verðlaun fyrir besta leikaraval í dramaseríu – Barbara Miller, John Frank Levey og Kevin Scott.
  • 2000: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku í stakri-myndavél fyrir Pilot – Thomas Del Ruth.
  • 2000: Verðlaun fyrir bestu leikstjórn í dramaseríu fyrir Pilot – Thomas Schlamme.
  • 2000: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2000: Verðlaun fyrir bestu Titil-þemutónlistina – W.G. Snuffy Walden.
  • 2000: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Richard Schiff.
  • 2000: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2000: Verðlaun fyrir besta handritið í dramaseríu fyrir In Excelsis Deo – Aaron Sorkin og Rick Cleveland.
  • 2000: Tilnefndur fyrir bestu búninga í seríu fyrir The State Dinner – Lyn Paolo og Alice Daniels.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki í dramaseríu Martin Sheen.
  • 2000: Tilnefndur fyrir bestu titilhönnun – Billy Pittard og Mark Johnston.
  • 2000: Tilnefndur fyrir bestu klippingu í starki-myndavél í seríu fyrir In Excelsis Deo – Bill Johnson.
  • 2000: Tilnefndur fyrir bestu klippingu í stakri-myndavél í seríu fyrir What Kind Of Day has It Been – Tina Hirsch.
  • 2000: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í dramaseríu fyrir In Excelsis Deo – Kenneth B. Ross, Dan Hiland, Gary D. Rogers og Len Schmitz.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – John Spencer.
  • 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Stockard Channing.
  • 2000: Tilnefndur fyrir besta handritið í dramaseríu fyrir Pilot – Aaron Sorkin.

Environmental Media-verðlaunin

  • 2004: Tilnefndur sem besta þáttasjónvarp fyrir Constituency of One.

Family Televison-verðlaunin

  • 2001: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2000: Verðlaun sem besta dramaserían.

GLAAD Media-verðlaunin

  • 2001: Sérstök heiðursverðlaun.

Golden Globe-verðlaunin

  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2004: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd – John Spencer.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd – Bradley Whitford.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2003: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd – Bradley Whitford.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2002: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2001: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd – Bradley Whitford.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Rob Lowe.
  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd – Allison Janney.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Rob Lowe.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2000: Tilnefndur sem besta dramaserían.

Hollywood Makeup Artist and Hair Stylist Guild-verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur fyrir bestu nútíma hár útlishönnun í sjónvarpi fyrir stakan þátt í seríu (grín/drama/dag) Noel – Jeffrey Sacino og Tony Williams.

Humanitas-verðlaunin

  • 2007: Tilnefndur fyrir 60 mínútu flokkinn fyrir Election Day, Part II – Eli Attie og John Wells.
  • 2005: Verðlaun fyrir 60 mínútu flokkinn fyrir NSF Thurmont – John Wells.
  • 2002: Verðlaun fyrir 60 mínútu flokkinn fyrir Two Cathedrals – Aaron Sorkin.
  • 2000: Verðlaun fyrir 60 mínútu flokkinn fyrir Take This Sabbath Day – Aaron Sorkin, Lawrence O´Donnell og Paul Redford.
  • 2000: Tilnefndur fyrir 60 mínútu flokkinn fyrir In Excelsis Deo – Aaron Sorkin og Rick Cleveland.

Image-verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Dulé Hill.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Dulé Hill.
  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Anna Deavere Smith.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseriu – Anna Deavere Smith.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Dulé Hill.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Dulé Hill.

Imagen Foundation-verðlaunin

  • 2006: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikari – Jimmy Smits.
  • 2005: Verðlaun sem besti leikari – Jimmy Smits.
  • 2005: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían fyrir La Palabra.
  • 2000: Verðlaun sem besta dramaserían.

Monte Carlo TV Festival-verðlaunin

Motion Picture Sound Editors-verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu talformi og ADR í sjónvarpi fyrir The Ticket – Walter Newman, Thomas A. Harris, Catherine Flynn, Virginia Cook-McGowan og Steffan Falesitch.
  • 2004: Tilnefndur fyrir bestu hljóðkippingu í talformi og ADR í sjónvarpi fyrir Twenty-Five – Walter Newman, Thomas A. Harris, Catherine Flynn, Karyn Foster og Gabrielle Gilbert Reeves.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í talformi og ADR í sjónvarpi fyrir Game On – Walter Newman, Catherine Flynn, Thomas A. Harris, Constance A. Kazmer, Karen Spangenberg og Denise Horta.
  • 2002: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í talformi og ADR í sjónvarpi fyrir Manchester, Part II – Walter Newman, Catherine Flynn, Thomas A. Harris, Jennifer Metens, Eric Hertsguaard og Karen Spangenberg.
  • 2001: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í talformi og ADR í sjónvarpi fyrir What Kind Of Day Has It Been – Walter Newma, Thomas A. Harris, Catherine Flynn og Jessica Goodwin.

PGA-verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem dramasería ársins.
  • 2004: Tilnefndur sem dramasería ársins.
  • 2003: Tilnefndur sem dramasería ársins.
  • 2002: Verðlaun sem dramasería ársins.
  • 2001: Verðlaun sem dramasería ársins.
  • 2000: Verðlaun sem upprennandi framleiðandi í sjónvarpi fyrir Sports Night – Aaron Sorkin.
  • 2000: Vision verðlaunin í sjónvarpi - John Wells.
  • 2000: Tilnefndur sem dramasería ársins.

Peabody-verðlaunin

  • 2001: Peabody verðlaunin – NBC, John Wells Productions og Warner Bros.
  • 2000: Peabody verðlaunin – NBC, John Wells Productions og Warner Bros.

Prism-verðlaunin

  • 2003: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir Stirred.

Satellite-verðlaunin

  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2002: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2001: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2001: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikhópur.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2000: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2000: Verðlaun sem besta dramaserían.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Alan Alda.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu.
  • 2005: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu.
  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Stockard Channing.
  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Lily Tomlin.
  • 2003: Tilnefndur sem besta leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu.
  • 2002: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2002. Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu.
  • 2001: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.

TV Guide-verðlaunin

  • 2001: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2001: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – John Spencer.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Rob Lowe.
  • 2001: Tilnefn sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Stockard Channing.
  • 2000: Verðlaun sem uppáhalds leikari í nýrri seríu – Martin Sheen.
  • 2000: Tilnefnd sem uppáhalds nýja serían.

Television Critics Association-verðlaunin

  • 2006: Heritage verðlaunin.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Alan Alda.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2001: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2001: Tilnefndur sem þáttur ársins.
  • 2000: Verðlaun sem nýji þáttur ársins.
  • 2000: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2000: Verðlaun sem þáttur ársins.
  • 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Allison Janney.
  • 2000: Tilnefnd sem besta leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2000: Tilnefndur sem besti handritshöfundur í dramaseríu – Aaron Sorkin.

Viewers for Quality Television-verðlaunin

  • 2000: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu – Martin Sheen.
  • 2000: Verðlaun sem besta dramaserían.
  • 2000: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – John Spencer.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – Bradley Whitford.
  • 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Allison Janney.

Writers Guild of America-verðlaunin

  • 2007: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir Elecetion Day: Part 2 – Eli Attie og John Wells.
  • 2006: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2006: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir A Good Day – Carol Flint.
  • 2005: Verðlaun sem besti dramaþátturinn fyrir The Supremes – Debora Cahn.
  • 2005: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir Memorial Day – John Secret Young og Josh Singer.
  • 2004: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir Disaster Relief – Alexa Junge og Lauren Schmidt.
  • 2003: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir Game On – Aaron Sorkin og Paul Redford.
  • 2002: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir Somebody´s Going To Emergency, Somebody´s Going To Jail – Paul Redford og Aaron Sorkin.
  • 2002: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir Two Cathedrals – Aaron Sorkin.
  • 2001: Verðlaun fyrir besta dramaþáttinn fyrir In Excelsis Deo – Aaron Sorkin og Rick Cleveland.
  • 2001: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir Enemies – Ron Osborn, Jeff Reno, Rick Cleveland, Lawrence O´Donnell og Patrick Caddell.
  • 2001: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir Take This Sabbath Day – Aaron Sorkin, Lawrence O´Donnell, Paul Redford og Aaron Sorkin.

Young Artist-verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur sem besti ungi leikari í gestahlutverki í grín/drama seríu – Seth Adkins.
  • 2001: Tilnefnd sem besta unga leikkona í gestahlutverki í dramaseríu – Elisabeth Moss.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Lowe yfirgefur The West Wing“. BBC News. Skoðað 15. maí 2012.
  2. Overlaps between West Wing & Other Sorkin Writings. West Wing Continuity Guide.
  3. Bill Carter. The West Wing Comes to Terms With the G.O.P.“ Geymt 20 maí 2013 í Wayback Machine New York Times, 23. september 2003. Endurprentað í Bartlet 4 America. Skoðað 12. desember 2005.
  4. Rutenberg, Jim (18. apríl 2001). „Sorkin Arrested“. TV Notes. New York Times, The. Sótt 28. október 2007.
  5. Bob Sassone. „A look back at The West Wing: Entertainment Weekly in 60 seconds“ Geymt 29 október 2020 í Wayback Machine tvsquad.com. 7. maí 2006. Skoðað 19. maí 2006.
  6. Tökustaðir The West Wing á IMDB síðunni
  7. 7,0 7,1 Myron A. Levine. „The West Wing and the West Wing.“ Endurprentað í The West Wing: The American Presidency as Television Drama. Peter C. Rollins og John E. Connor (rtistj.). 2003.
  8. Nevius, C. W. (22. janúar 2004). „Just ask Chelsea, Jenna and Barbara: Escaping the glare of the spotlight isn't easy for kids whose dads work in the Oval Office“. San Francisco Chronicle. bls. E-1. Sótt 4. mars 2012.
  9. 9,0 9,1 9,2 Matthew Miller. „The Real White House“. Brill's Content. Endurprentað í Bartlet 4 America. 1. mars 2000.
  10. Joyce Millman. „Don't blame me, I voted for Martin Sheen!“ Geymt 20 júlí 2008 í Wayback Machine. Salon.com. 11. september 2000. Skoðað 10. desember 2005.
  11. „The Thick of It: cynical, cruel and lacking in heart | Television & radio | guardian.co.uk“. London: Guardian. 23. október 2009. Sótt 11. nóvember 2009.
  12. Heather Havrilesky. „Will The West Wing go south?“. 14. maí 2003. Skoðað 10. desember 2005.
  13. Interview with Aaron Sorkin Geymt 14 maí 2012 í Wayback Machine. PBS.org. 27. september 2000. Skoðað 23. september 2011.
  14. Staci L Beavers. „The West Wing as a Pedagogical Tool.“ PS: Political Science & Politics. 24. desember 2001. Endurprentað í The West Wing: The American Presidency as Television Drama. Peter C. Rollins og John E. Connor (ritstj.). 2003.
  15. West Wing Plot“ Geymt 24 apríl 2008 í Wayback Machine The Daily Telegraph. 2. febrúar 2006.
  16. Pfefferman, Naomi (11. október 2001). „The Left 'Wing'. JewishJournal.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. desember 2008. Sótt 11. nóvember 2009.
  17. de Vise, Daniel (15. maí 2006). „City Says Goodbye to 'West Wing,' Its Chattier Self“. washingtonpost.com. Sótt 11. nóvember 2009.
  18. „The war on culture“. New Statesman. 21. maí 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. febrúar 2008. Sótt 11. nóvember 2009.
  19. Chris Lehmann. „The Feel-Good Presidency: The Pseudo-Politics of The West Wing.“ Endurprentuð í The West Wing: The American Presidency as Television Drama. Peter C. Rollins og John E. Connor (ritstj.). 2003. ISBN Kerfissíða:Bókaheimildir/0-8156-3031-X.
  20. „‘West Wing’ goes more bipartisan“MSNBC.com. 18. september 2003. Geymt 13 febrúar 2005 í Wayback Machine
  21. Mackubin T. Owens. „Real Liberals versus the West Wing. John M. Ashbrook Center for Public Affairs at Ashland University. Febrúar 2001.