[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Josh Radnor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Josh Radnor
Josh Radnor
Josh Radnor
Upplýsingar
FæddurJoshua Radnor
29. júlí 1974 (1974-07-29) (50 ára)
Helstu hlutverk
Ted Mosby í How I Met Your Mother

Joshua „Josh“ Radnor (fæddur 29. júlí 1974) er bandarískur leikari sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Ted Mosby í gamanþættinum How I Met Your Mother

Árið 2001 fékk Radnor aðalhlutverkið í Off Centre en hlutverkið féll að lokum til Eddie Kaye Thomas. Árið 2002 lék hann á Broadway í uppfærslu af The Graduate, með Jason Biggs á móti Kathleen Turner og Aliciu Silverstone. Í júlí 2008 lék hann á móti Jennifer Westfeldt í leikritinu Finks, skrifað af Joe Gilford og leikstýrt af Charlie Stratton.

Josh fæddist í Bexley Ohio og er sonur Alans Radnor, lögræðings. Hann ólst upp í Bexley, úthverfi Columbus þar sem hann gekk í gyðinga-skóla og fór í sumarbúðir. Radnor útskrifaðist frá menntaskólanum í Bexley og fór síðan í Kenyon háskólann þar sem hann fékk Paul Newman verðalunin. Radnor fékk meistaragráðuna sína í leiklist í NYU Tisch School of the Arts.

Radnor býr í Los Angeles og er í sambandi með leikkonunni Lindsay Price sem lék í sjónvarpsþættinum Lipstick Jungle

  • How I Met Your Mother] (2005 - ) - Ted Mosby
  • The Court (2002) - Dylan Hirsch
  • Not Another Teen Movie (2001) - Tour Guide
  • Can’t Hardly Wait (1998) - uncredited person at party

Fyrirmynd greinarinnar var „Josh Radnor“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2009.