[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Ted Mosby

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Theodore „Ted“ Evelyn Mosby er skálduð persóna í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother og er hann leikinn af Josh Radnor. Ted er hugarsmíð framleiðendanna Carter Bays og Craig Thomas. Hann er aðalpersónan; þátturinn snýst um Ted Mosby þegar hann er orðinn gamall árið 2030 og er að segja börnunum sínum sögur frá því að hann var ungur (ein saga í hverjum þætti), alveg þangað til að hann kynntist móður þeirra.

Ted, aðalpersónan, er frá Shaker Heights í Ohio, og útskrifaðist úr Wesleyan-háskólanum og er arkitekt. Í Wesleyan var hann stjórnandi útvarpsþáttar sem karakterinn Dr. X og kom hann ýmsum málum á framfæri en var í rauninni skapaður til þess að koma reiði Teds frá honum. Hann festist einu sinni undir platsteini í verslunarmiðstöð í Ohio þegar hann var níu ára („Slap Bet“).

Saga persónunnar

[breyta | breyta frumkóða]

Ted er rómantískur og getur ekki beðið eftir því að giftast og eignast fjölskyldu. Eftir að besti vinur hans, Marshall Eriksen, trúlofast ákvæður Ted að byrja að leita að sálufélaga sínum.

Hann er ákveðinn í að vera frumlegur og stelur bláu, frönsku horni (e. „The Smurf Penis“), hornið var umræðuefni á fyrsta stefnumótinu hans með Robin. Einnig er hann alltaf merksispjald á hrekkjavökunni og vonast til þess að hitta „Slutty Pumpkin“, konu sem var í graskersbúning þegar hann hitti hana í hrekkjavökupartýi.

Um tíma er hann með bakara sem heitir Victoria, sem hann hitti í brúðkaupi vinar síns. Hún ákveður að taka skólastyrk í virtum matreiðsluskóla í Þýskalandi og láta þau reyna á fjarsamband, sem endist ekki, að miklu leyti vegna tilfinninga sem Ted ber til Robin. Vinskap has og Robin er ógnað þegar hann segir að Victoria hafi hætt með honum áður en hún gerði það og kyssast hann og Robin.

Stuttu eftir þetta reynir Ted í síðasta skiptið að vinna hjarta Robin og ræður bláan strengja-kvintett til þess að spila í íbúðinni hennar þegar hún kemur heim. Hún getur ekki gefið honum svar en eftir að hún festist í íbúðinni sinni á meðan óvæntur stormur gengur yfir (sem Ted hafði dansað fyrir), ákveður hún að fylgja tilfinningum sínum. Eftir næstum ár saman hætta þau saman og Ted heldur ekki lengur að Robin sé sú eina sanna en segir ekki hver eiginkona hans í framtíðinni verður. Robin er samt sem áður „frænka“ krakkanna.

Í nokkurn tíma hefur Ted sagst vera „vomit-free since '93“ (þ.e. ælulaus síðan '93), sem þýðir að hann hefur ekki ælt síðan árið 1993. En í þættinum „Game Night“ kemur það fram að þetta er ekki satt og að hann hafi ælt á dyramottu Robin. Hann kann táknmál og hefur sterka tilhneigingu til þess að leiðrétta allt sem fólkið í kringum hann segir.

Það kemur fram í þættinum „No Tomorrow“ að í partýi á degi Heilags Patreks, sem hann og Barney fóru í, að eiginkona Teds hafi verið þar og að hann hafi hitt hana þar. Þegar hann fer aftur á partýstaðinn morguninn eftir að leita að símanum sínum, tekur hann upp gularegnhlíf, sem sést fjúkandi í vindinum í fyrsta þættinum. Hann er einnig annar meðlimur hópsins sem á bíl (bláan Toyota Camry Hybrid) eftir að hafa fengið kauphækkun í vinnunni í þættinum „The Chain of Screaming“. Í enda þáttarins ákveður Ted að selja bílinn sinn til að hjálpa Marshall í vandræðum sínum.

Í þættinum „The Goat“ segir Ted Barney að hann vilji ekki lengur vera vinur hans eftir að hann braut bræðralögin (e. bro-code) þegar hann svaf hjá Robin. Þeir sættast að lokum í þættinum „Miracles“ eftir þeir lentu báðir í slysi (Ted í leigubílaárekstri og það var keyrt yfir Barney þegar hann var á leiðinni til Teds á spítalanum). Í lok þriðju þáttaraðar kemur einnig fram að á 31. afmælisdegi Teds muni Robin búa í íbúðinni.

Í lok „Miracles“ biður Ted Stellu. Stella játar og á meðan Ted er enn ástfanginn af henni áttar hann sig á því að hann veit ekki mikið um hana. Á brúðkaupsdaginn býður Ted Tony (barnsföður Stellu) í brúðkaupið svo að Lucy, dóttir þeirra, geti komið í brúðkaupið. Á endanum fer Stella aftur til Tonys og skilur Ted eftir, eyðilagðan. Hann felur sig fyrir henni og ætlar að tala við hana þegar hann sér hvað hún, Tony og Lucy eru hamingjusöm fjölskylda. Hann jafnar sig á misheppnaða brúðkaupinu þegar hann sefur hjá stelpu í „The Naked Man“.

Hann býr núna með Robin, þar sem hann hafði auka herbergi og vantaði hana stað til að búa á; og reyna þau að vera vinir með hlunnindum (friends við benefits) og kemst Ted að því að Barney er ástfanginn af Robin. Ted hafði einnig nýlega verið ráðinn til að hanna nýjar höfuðstöðvar Goliath National bankans. Bankinn rak Ted hinsvegar og tók Ted þá starfi sem Tony bauð honum, að vera prófessor í arkitekt í Columbia-háskólanum. Einnig kemur í ljós að eiginkona Teds var í tímum hjá honum.

  • Slutty Pumpkin — Stelpa sem Ted hitti í hrekkjavökupartýi, þegar hún var í graskersbúning.
  • Molly — Kemur fram þegar Ted hugsar aftur í tímann, þegar hann var 17 ára og missti sveindóminn með Molly, sem sagðist elska hann þrátt fyrir að hún gerði það ekki og eftir að hafa sofið hjá honum fékk hún 20 dali lánaða hjá honum og hafði aldrei samband við hann aftur.
  • Karen — Karen er menntaskóla-kærasta Teds og fyrsta árið í háskóla. Hann sendir henni grátskilaboð og sendir henni tölvupóst eftir að hafa kysst aðra stelpu í partýi (hefur alltaf haldið að það væri Lily, þangað til í þættinum „How I Met Everyone Else“) og fer heim og heimsækir hana um jólin. Hún hættir þá með honum, þrátt fyrir að Ted hafi reynt að sannfæra Marshall um að sambandsslitin hafi verið á báða vegu. Það fer að vera vani hjá henni að halda framhjá honum þegar hann snýr sér við (oftast í herberginu hans með gaurum sem sjúga upp í nefið og segja „Sorry, Bro“). Leikin af Lauru Prepon.
  • Trudy — Ted hittir Trudy í þættinum „The Pineaplle Incident“ þegar Barney segir Ted að hætta að hugsa of mikið um hlutina og detta í það. Ted drekkur þá sex skot og gleymir því sem gerist um kvöldið þangað til morguninn eftir þegar hann hittir Trudy og sér ananasinn. Trudy var nýhætt með kærastanum sínum og vildi gera eitthvað heimskulegt og Ted sagði; „I'm stupid, do me“". Ted fær númerið hjá Trudy og hringir hann í hana og segir henni að koma í íbúðina hans. Hann vaknar um morguninn og veit ekki hver hún er og segir Robin að koma þar sem hann hafði skilið eftir fullt af kjánalegum skilaboðum eftir á simanum hennar. Hann ætlar síðan að sanna fyrir Robin að hann sé kominn yfir hana og ætlar að láta hana hitta Trudy en þá var hún farin út um gluggann. Hann hittir Trudy aftur í „Third Wheel“. Leikin af Danicu McKellar.
  • Natalie — Hún og Ted áttu í fjarsambandi áður en þættirnir byrja. Ted ákvað að hún væri ekki sú eina rétta og hætti með henni. Dagurinn sem hann hætti með henni reyndist vera afmælisdagurinn hennar. Til að bæta gráu ofan á svart voru vinir Natalie heima hjá henni og höfðu planað óvænta afmælisveislu. Árið 2005 ákveður Ted að gefa henni annað tækifæri og byrja þau saman aftur og eru saman í nokkrar vikur, aðeins til þess að Ted komist aftur að því að hún er ekki sú eina rétta. Ted hættir aftur með henni og aftur er það á afmælisdaginn hennar. Natalie lemur hann fyrir framan alla á veitingastaðnum sem þau eru á og notar bardagatæknina Krav Maga. Natalie er leikin af Anne Dudek.
  • Victoria — Ted hitti Victoriu í brúðkaupi vina sinna, Claudiu og Stewart. Til þess að halda kvöldinu ógleymanlegu lofa þau bæði að segja hvort öðru ekki ættarnafnið sitt; Ted þekkir hana aðeins sem Victoriu, stelpuna sem hafði snjókorn á skónum sínum. Eftir hið fullkomna kvöld, kemur Ted heim og ákveður að komast að því hver Victoria er. Hann kemst að því í gegnum Claudiu, brúðurinni, að brúðkaupskakan hafi komið úr bakaríi sem heitir Buttercup Bakeri og var Buttercup nafnið sem Victoria notaði fyrst til þess að Ted vissi ekki nafnið hennar. Ted fer í bakaríið og kemst að því að Victoria vinnur þar. Hún lítur upp, sér hann og segir: „Guði sé lof“ og þau byrja saman. Tveimur mánuðum seinna fær Victoria tveggja ára styrk til þess að fara í matreiðsluskóla í Þýskalandi. Styrkurinn leiðir til þess að þau hætta saman, eftir að hafa reynt fjarsamband eftir að Ted hélt framhjá henni með Robin, sem eyðilagði næstum því vináttuna á milli Teds og Robin. Hún var leikin af Ashley Williams.
  • Mary, the Paralegal — Eftir að Ted hélt framhjá Victoriu og lagði vináttu sína og Robin í hættu, reynir Robin að gera Ted afbrýðissaman með því að fara á stefnumót með samstarfsfélaganum Sandy. Barney freistar Ted að fara út með Mary, vændiskonu sem býr í blokkinni hans. Ted neitar að gera það en þegar hann sér Robin með Sandy, manni sem hann virkilega hatar, ákveður hann að taka tilboði Barneys og gera Robin afbrýðissama. Ted, Barney og Marshall reyna að halda því leyndu að Mary er vændiskona og segja Lily og Robin að hún sé lögmaður. Þegar líður á kvöldið fer Ted að líka mjög vel við Mary, þrátt fyrir að hún sé vændiskona. Til þess að gera Robin enn afbrýðissamari ákveður hann að sofa hjá Mary en hættir við. Seinna segir Barney honum að Mary sé í ran lögmaður, ekki vændiskona og hann segist hafa kennt Ted lexíu.
  • Robin — Ted og Robin hittast og fara á stefnumót í fyrsta þættinum en eftir að Ted segist elska hana í enda kvöldsins hættir hún með honum og segir að þau passi ekki saman vegna þess að hún vilji ekki giftast. Þau byrja aftur saman í síðasta þætti fyrstu þáttaraðar og hætta saman í þar-næst-síðasta þætti annarrar þáttaraðar. Í brúðkaupi Marshall og Lily halda þau því leyndu að þau séu hætt saman en segja Barney að þau séu hætt saman í veislunni. Þau halda áfram að vera vinir og verða á endanum herbergisfélagar. Stuttu eftir að Robin flytur inn fara þau að sofa saman til að koma í veg fyrir að þau fari í taugarnar á hvort öðru. Ted ákveður að binda enda á þetta samband þegar hann kemst að því að Barney er ástfanginn af henni.
  • Stella — Stella er læknir og hittir hún Ted þegar hann kemur til að láta fjarlægja tattú. Hann verður strax hrifinn af henni og býður henni út en hún segir strax nei, vegna þess að hún fari aldrei út með sjúklingunum sínum. Hann kemst seinna að því að hún á dóttur, sem heitir Lucy, og að hún sé ástæða þess að hún geti ekki verið með neinum. Í einum þættinum segir Stella Ted frá því að hún hafi ekki stundað kynlíf í meira en fimm ár og hafi samband þeirra dofnað í smá tíma eftir það en þau sættast. Stella kynnir Ted svo fyrir dóttur sinni, og seinna sofa Stella og Ted saman. Ted biður hana um að giftast sér og hún játar því. Stella yfirgefur Ted svo við altarið og byrjar aftur með Tony, barnsföður sínum. Stella er leikin af Söru Chalke.
  • Bla-BlaBla-bla og Ted hittust á netinu í leiknum World of Warcraft. Þau hætta fljótlega að hittast vegna þess að Bla-bla (Ted mundi ekki nafnið hennar) var talin klikkuð af vinum hans.
  • Cathy — Stelpa sem Ted hitti og hélt að hún væri fullkomin þangað til að vinir hans benda honum á það að hún talar allt of mikið og þar með eyðileggja þeir hana fyrir honum. Leikin af Lindsay Price.
  • Opnar-Munninn-Ótrúlega-Lítið-Stelpan (Alexa Leskys) — Kyssti Ted í busapartýi áður en hann hitti Lily. Ted hélt alltaf að þetta væri Lily en komst að því á 20 ára stúdentafögnuði að hann kyssti Alexu Leskys.

Fyrirmynd greinarinnar var „Ted Mosby“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2009.