Khan Academy
Khan Academy eru fræðslusamtök sem stofnuð voru árið 2006 af manni sem heitir Salman Khan. Hann fæddist í New Orleans, foreldrar hans voru innflytjendur frá Bangladesh og Indlandi. Hann er með þrjár háskólagráður, í stærðfræði, rafmagnsverkfræði og tölvunarfræði.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Byrjunin
[breyta | breyta frumkóða]Hann byrjaði á því að setja inn á internetið stuttar útskýringar á viðfangsefnum stærðfræðinnar. Fyrst notaði hann Yahoo doodle Images til að setja inn efnið. Eini tilgangurinn með að útbúa skýringarnar var að útskýra betur stærðfræðina fyrir systkinabarni sínu. Svo bættust fleiri í hópinn af systkinabörnum hans. Fljótlega spurðist þetta út og fleiri vildu fá að nota útskýringar hans. Hann ákvað þá að setja skýringar sínar á YouTube.
Í dag
[breyta | breyta frumkóða]Í dag eru samtökin rekin að mestu fyrir fjármagn sem gefið er af mannúðarsamtökum til þess að auka aðgengi að námsefni. Meðal annars hefur efni verið dreift á landsbyggðinni, á einangruðum svæðum í Asíu og Afríku þar sem mikill skortur er á námsefni. Þar er hægt að nota efnið án þess að vera á internetinu. Opinber heimasíða Khan Academy er að finna hér: Khan Academy Þar er að finna yfir 5000 skíringar um efni eins og stærðfræði, vísindi, sögu og bókmenntir. En búið er að þíða hana á nokkur tungumál.
Allt efni á Khan Academy er gefið út undir merkjum Creative Commons (BY-NC-SA) 3.0 license og er þar af leiðandi skilgreint sem opið menntaefni. Creative Commons er opið menntaefni OPR og er skilgreint sem allt fræðsluefni sem hægt er að nálgast á internetinu til notkunar fyrir kennara og nemendur án þess að viðkomandi þurfi að greiða fyrir notkun eða aðgang.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Khan Academy á https://en.wikipedia.org/wiki/Khan_Academy
Neil Butcher og Stamenka Uvalic-Trumbic (ritstjóarar). (2015). A Basic Guide to Open Educational Resources. UNESCO and Commonwealth of Learning. http://unesdoc.unesco.org/images/0021/002158/215804e.pdf