Frosti Sigurjónsson
Frosti Sigurjónsson (FSigurj) | |
Frosti Sigurjónsson | |
Fæðingardagur: | 19. desember 1962 |
---|---|
2. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður | |
Flokkur: | Framsóknarflokkurinn |
Nefndir: | Efnahags- og viðskiptanefnd, utanríkismálanefnd |
Þingsetutímabil | |
2013-2016 | í Rvk. n. fyrir Framsfl. ✽ |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
2013- | Formaður Efnahags- og viðskiptanefndar |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis – Vefsíða |
Frosti Sigurjónsson er fyrrum þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn.
Stúdentspróf Menntaskólinn við Sund 1982. Cand.oecon-próf Háskóla Íslands 1988. MBA-próf London Business School 1991.
Fjármálastjóri Marel 1993–1996. Forstjóri Nýherja 1996–2001. Stjórnarformaður CCP 1999–2005. Stofnandi og framkvæmdastjóri Dohop 2005–2010, stjórnarformaður frá 2010. Meðstofnandi og stjórnarformaður Datamarket 2009–2013. Í stjórn Arctica Finance 2012–2013.
Formaður Félags viðskiptafræðinema 1986–1988. Í stjórn Verslunarráðs 1996–2000 (nú Viðskiptaráð Íslands). Í háskólaráði Háskólans í Reykjavík 1997–2000. Í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands 2005–2008. Í ráðgjafahóp MBA-náms Háskóla Íslands frá 2008. Í stjórn Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, 2009-2014. Stofnandi Advice-hópsins gegn Icesave 2011. Stofnandi Betra peningakerfis samtaka um umbætur í peningamálum 2012.
Frosti ákvað að gefa ekki kost á sér í Alþingiskosningunum 2016.[1]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Monetary Reform - A better monetary system for Iceland Edition 1.0 March 2015 Reykjavik - ICELAND ©2015 Frosti Sigurjónsson
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 13 þingmenn hætta - 6 fyrrverandi ráðherrar Rúv, skoðað 14. september, 2016.