[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Auroracoin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Auroracoin (AUR, tákn: ) er rafeyrir sem byggir á dulkóðun og opnum hugbúnaði líkt Bitcoin. Auroracoin kom út árið 2014 sem gjaldmiðill í stað Bitcoin og Íslensku krónuna. Hinn óþekkti höfundur eða höfundar nota dulnefnið Baldur Friggjar Óðinsson. Þeir lýstu því yfir að þeir hygðust dreifa helmingi auroracoins til allra 330.000 manna sem skráðir eru með kennitölu frá og með 25. mars 2014, án endurgjalds, og verði 31,8 auroracoins á mann.

Með Auroracoin má senda greiðslur hverst sem er á öruggan hátt. Allar færslur eru naflausar og er friðhelgi notenda gætt með númeruðum reikningum. Millifærslurnar eiga sér stað í færsluskrá sem deilt er meðal notenda án aðkomu miðlægrar reiknistofu eða banka.

Auroracoin var stofnuð sem annar gjaldmiðill til að takast á við takmarkanir stjórnvalda á Íslensku Krónunni, sem voru til staðar síðan 2008, sem takmarka verulega för gjaldeyris utan lands.

Merki Auroracoin
Tákn Auroracoin

Því hefur verið haldið fram að á mörgu leyti mætti líta á Ísland sem kjörinn stað fyrir rafeyrir. Vegna takmarkaðrar notkunar reiðufjár, mikillar þekkingar á rafrænum fjármálum og mikils áhuga á Bitcoin í íslensku samfélagi, ásamt langtíma óstöðugleiki krónunnar.

Upphaflega var það byggt á Litecoin, en þann 8. mars 2016 var gefinn út nýr merkjagrunnur með multi-algo byggður á DigiByte og frumkvöðull af Myriadcoin.

Ósamkomulag

[breyta | breyta frumkóða]

Frá og með árinu 2015 var réttarstaða rafmynta á Íslandi óljós, þó að Auroracoin "airdrop" hafi falið í sér samþykki stjórnvalda um notkun Oðinssonar á Íslykli. Sumir íslenskir stjórnmálamenn hafa tekið neikvæða afstöðu til Auroracoin. Í þingræðum 14. mars 2014 lagði Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar alþingis áherslu á að hugsanleg skattsvik með notkun Auroracoin gætu haft áhrif á efnahag Íslands. Hann sagði einnig að almenningur ætti að gera sér grein fyrir því að Auroracoin „er ekki viðurkenndur gjaldmiðill þar sem enginn styður miðilinn“

Þingmaðurinn Frosti Sigurjónsson, þingmaður framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, lagði til í bloggfærslu á vefsíðu sinni að vísbendingar væru um að Auroracoin væri ólöglegt fjárhagslegt „svindl“.

Óðinsson sagði að „(þingið) geti gert það ólöglegt að eiga eða eiga viðskipti með Auroracoin, þeir munu þó aldrei geta stjórnað svona dreifðri kerfi, eða hindrað Íslendinga í að nota gjaldmiðilinn, án þess að gera Ísland að lögregluríki.“

Milli hámarksins um 0,1 BTC og 26. nóvember 2017 féll gildi Auroracoin niður í 0,00008027 BTC.