[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Stefán Jóhann Stefánsson

íslenskur stjórnmálamaður (1894-1980)

Stefán Jóhann Stefánsson (f. 20. júlí 1894 í Eyjafirði20. október 1980) var fyrsti utanríkisráðherra Íslands og seinna forsætisráðherra. Hann var formaður Alþýðuflokksins 1938-1952. Stefán Jóhann var forsætisráðherra þegar Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið.

Stefán Jóhann Stefánsson

Stefán Jóhann fæddist á Dagverðareyri í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1918 og gegndi þar embætti forseta Framtíðarinnar árið 1917.[1] Hann lauk lögfræðiprófi 1922. Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn 1934 og sat til 1937. Aftur var Stefán Jóhann kjörinn á þing 1942 og var þingmaður til ársins 1953. Hann var félagsmálaráðherra 1939 og utanríkisráðherra 1940-1942. Á árunum 1947-1949 var hann forsætis- og félagsmálaráðherra. Þann 30. mars 1949 samþykkti Alþingi að Ísland skyldi verða stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu. Þá kom til óeirða á Austurvelli. Stefán Jóhann var formaður Alþýðuflokksins á árunum 1938-52. Hann var um skeið sendiherra Íslands í Danmörku.

Samkvæmt skjölum sem norski sagnfræðingurinn Dag Tangen aflaði sér í skjalasafni Harry Trumans Bandaríkjaforseta, átti Stefán í mjög nána samvinnu við bandarísku leyniþjónustuna CIA á stjórnartíma sínum, og virðist hafa verið á þeirri skoðun að hingað væri þörf bandarísks herliðs til að kveða niður hugsanlega uppreisn „kommúnista". [2]

Tilvísanir

breyta
  1. „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.
  2. Dínamít í freðfiskinum; grein í Þjóðviljanum 1987

Tenglar

breyta


Fyrirrennari:
Ólafur Thors
Forsætisráðherra
(4. febrúar 19476. desember 1949)
Eftirmaður:
Ólafur Thors
Fyrirrennari:
Vilhjálmur Þ. Gíslason
Forseti Framtíðarinnar
(19171917)
Eftirmaður:
Bergur Jónsson


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.