[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Silfur

frumefni með efnatáknið Ag og sætistöluna 47

Silfur er frumefni með efnatáknið Ag (skammstöfun á latneska orðinu yfir silfur, argentum) og sætistöluna 47 í lotukerfinu. Silfur er mjúkur, hvítgljáandi hliðarmálmur sem hefur mestu raf- og hitaleiðni allra málma og finnst í steindum og einnig í hreinu formi. Það er notað í mynt, skartgripi, borðbúnað og ljósmyndun.

  Kopar  
Palladín Silfur Kadmín
  Gull  
Efnatákn Ag
Sætistala 47
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 10490,0 kg/
Harka 2,5
Atómmassi 107,8682(2) g/mól
Bræðslumark 1234,93 K
Suðumark 2435,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Almenn einkenni

breyta

Silfur er mjög sveigjanlegur og þjáll (aðeins harðara en gull), eingildur myntmálmur með skínandi hvítan málmgljáa. Það hefur mestu rafleiðni allra málma, jafnvel meiri en kopar, en sökum verðs hefur það ekki náð sömu vinsældum og kopar í rafmagnsverki.

Hreint silfur hefur einnig mestu hitaleiðni, hvítasta litinn, mestu endurkasthæfni ljóss (það er samt slæmur endurkastari útfjólublás ljóss) og minnsta snertiviðnám allra málma. Silfurhalíð eru ljósnæm og eru markverð vegna áhrifa ljóss á þau. Silfur er stöðugt í lofti og vatni, en tærist í snertingu við óson, vetnissúlfíð eða loft sem inniheldur brennistein. Algengustu oxunarstig silfurs er +1, en nokkur +2 efnasambönd eru þekkt.

Notkun

breyta

Aðalnot silfurs eru sem eðalmálmur og halíðsölt þess, þá sérstaklega silfurnítrat, eru mikið notuð í ljósmyndun (sem er sú iðngreins mest notar af silfri). Sem dæmi um önnur not silfurs má nefna:

  • Rafmagns- og rafeindavörur, þar sem framúrskarandi rafleiðni silfurs, jafnvel þegar það hefur tærst, kemur að notum. Til dæmis eru prentaðar rafrásir gerðar með silfurmálningu og lyklaborð fyrir tölvur nota snertur úr silfri. Silfur er einnig notað í háspennusnertur, því það er eini málmurinn sem neistar ekki af á milli snerta, og er það þar af leiðandi mjög hættulaust í notkun.
  • Speglar sem nýta endurkastshæfni silfurs eru búnir til í ferli sem kallað er silfrun. Nú á dögum eru speglar þó almennt búnir til úr áli.
  • Silfur hefur verið notað í mynt síðan 700 f. Kr., en þá hófu Lydíubúar að nota það í formi electrum. Seinna var silfrið hreinsað og slegið í mynt í hreinu formi. Orðið silfur er stundum notað yfir peninga.
  • Vegna fegurðar sinnar er silfur notað til framleiðslu á skartgripum og borðbúnaði. Oftast er þá notuð silfurmálmblanda sem kölluð er Sterling silfur, en hún er um 92,5% silfur.
  • Sökum þess að það er þjált, óeitrað og fagurt er það nytsamlegt í tannsmíðamálmblöndur fyrir fyllingar og brýr.