[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Rutherfordín

Frumefni með efnatáknið Rf og sætistöluna 104
  Hafnín  
Lawrensín Rutherfordín Dubnín
   
Efnatákn Rf
Sætistala 104
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi Ekki vitað kg/
Harka Ekki vitað
Atómmassi 261,0 g/mól
Bræðslumark Ekki vitað K
Suðumark Ekki vitað K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Væntanlega fast form
Lotukerfið

Rutherfordín er frumefni með efnatáknið Rf og sætistöluna 104 í lotukerfinu. Þetta er gríðarlega geislavirkt gervifrumefni og hefur stöðugasta samsæta þess helmingunartíma rétt undir 70 sekúndum. Af þessum ástæðum er þetta frumefni ekkert notað og lítið vitað um það. Rutherfordín er fyrsta frumefnið handan aktaníða og spáð er fyrir um að það hafi svipaða efnafræðilega eiginleika og hafnín.

Sameinaða kjarnorkurannsóknarstofnunin í Dubna í Rússlandi mynduðu rutherfordín (nefnt í höfuðið á Ernest Rutherford) fyrst árið 1964. Vísindamenn þar létu hraðaðar 113 til 115 MeV neonjónir dynja á plútoni og lýstu því yfir að þeir hefðu með smásjá fundið kjarnaklofningsför á sérstakri tegund af gleri, sem gaf vísbendingu um tilvist nýs frumefnis.

Árið 1969 mynduðu rannsóknarmenn við Berkeley frumefnið með því að láta kalifornín-249 og kolefni-12 skella saman með mikili orku. Þessi sami hópur skýrði einnig frá því að þeim hefði verið ókleift að endurtaka tilraun sovésku vísindamannanna.

Þetta olli ágreiningu um nafngift frumefnisins. Þar sem Sovétmenn héldu því fram að það hefði fyrst verið uppgötvað í Dubna, stungu þeir upp á nafninu dubnín (Db), ásamt kurchatovín (Ku), til heiðurs Igor Vasilevich Kurchatov (1903-1960), fyrrum yfirmanns kjarnorkurannsókna Sovétríkjanna. Bandaríkjamenn stungu á hinn bóginn upp á rutherfordín (Rf) til að heiðra Ernest Rutherford, þekktan kjarneðlisfræðing frá Nýja Sjálandi. Hið alþjóðlega samband efnafræðifélaga tók upp unnilquadín (Unq) sem tímabundið nafn fyrir þetta frumefni. Árið 1997 var deilan leyst og núverandi nafn tekið upp.