Nintendo 64
Nintendo 64 (oft kölluð N64) er þriðja leikjatölva Nintendo á alþjóðlegan markað. Nafnið fær hún út af 64 bita örgjörvanum, hún var gefin út 23. júní 1996 í Japan, 29. september 1996 í Norður-Ameríku og Brasilíu, 1. mars 1997 í Evrópu og Ástralíu og 1. september 1997 í Frakklandi.
Hún var gefin út með þrem leikjum í upphafi í Japan (Super Mario 64, Pilotwings 64 og Saikyō Habu Shōgi) og tveim í Norður-Ameríku og PAL löndunum (Super Mario 64 og Pilotwings 64). N64 kostaði um 199 dollara þegar hún kom út.