[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Kamala Harris

49. og núverandi varaforseti Bandaríkjanna

Kamala Devi Harris (f. 20. október 1964) er bandarískur stjórnmálamaður úr Demókrataflokknum sem að hefur verið varaforseti Bandaríkjanna fyrir Joe Biden frá 2021. Hún sat áður á öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Kaliforníu frá 2017 til 2021. Áður en hún tók sæti á þinginu var Harris dómsmálaráðherra Kaliforníu frá 2011 til 2017.[1] Kamala var forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum 2024 þar sem að hún laut í lægra haldi fyrir Donald Trump.

Kamala Harris
Varaforseti Bandaríkjanna
Núverandi
Tók við embætti
20. janúar 2021
ForsetiJoe Biden
ForveriMike Pence
Öldungadeildarþingmaður fyrir Kaliforníu
Í embætti
3. janúar 2017 – 18. janúar 2021
ForveriBarbara Boxer
EftirmaðurAlex Padilla
Persónulegar upplýsingar
Fædd20. október 1964 (1964-10-20) (60 ára)
Oakland, Kaliforníu, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiDouglas Emhoff (g. 2014)
HáskóliHoward-háskóli
Kaliforníuháskóli í Hastings
StarfLögfræðingur, stjórnmálamaður
Undirskrift
Vefsíðakamalaharris.org

Þann 21. janúar árið 2019 tilkynnti Harris framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í forsetakosningunum 2020. Harris náði snemma talsverðu fylgi í forvali Demókrataflokksins en ákvað vegna dvínandi fylgis að draga framboð sitt til baka þann 3. desember 2019. Eftir að Joe Biden vann tilnefningu flokksins í kosningunum útnefndi hann Harris sem varaforsetaefni sitt.[2] Biden og Harris unnu kosningarnar og Harris varð því fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna.

Bakgrunnur

breyta

Kamala Harris fæddist í Oakland í Kaliforníu. Foreldrar hennar, Shyamala Gopalan Harris og Donald Harris voru báðir innflytjendur. Móðir hennar var frá Indlandi en faðir hennar frá Jamaíku. Foreldrar hennar skildu árið 1971 og árið 1976 flutti Harris til Kanada ásamt móður sinni og systur. Harris hóf nám við Howard-háskóla árið 1986 og útskrifaðist þaðan með gráðu í stjórnmálafræði.

Starfsferill

breyta

Árið 1989 hóf Harris störf sem lögmaður eftir að hafa lokið lagaprófi við Hastings-lagaháskólann við Kaliforníuháskóla. Hún starfaði á skrifstofu héraðssaksóknarans í Alameda frá árinu 1990 til 1998. Árið 1998 hóf hún störf á skrifstofu héraðssaksóknarans í San Francisco. Árið 2003 varð hún sjálf héraðssaksóknari borgarinnar.

Harris var dómsmálaráðherra Kaliforníu frá 2011 til 2017, þar til hún tók sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir fylkið.[3]

Þingframboð 2016

breyta

Í byrjun ársins 2016 tilkynnti Harris að hún myndi sækjast eftir kjöri á öldungadeild Bandaríkjaþings eftir að Barbara Boxer tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Harris náði kjöri fyrir Demókrataflokkinn í nóvember 2016 og tók við þingsætinu þann 3. janúar 2017.[4]

Forsetaframboð 2020

breyta

Þann 21. janúar árið 2019 tilkynnti Harris formlega að hún hygðist gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020.[5] Framboð hennar fór vel af stað og hún vakti mikla athygli í fyrstu kappræðum flokksins en eftir að fylgið hafði farið dvínandi í nokkra mánuði og fjárskortur var farinn að þjaka herferðina dró hún sig úr forvalinu þann 3. desember 2019.[6]

Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, tilkynnti þann 11. ágúst 2020 að hann hefði valið Harris sem varaforsetaefni sitt í kosningabaráttunni.[7] Kamala mætti Mike Pence, varaforsetaefni Repúblika í kappræðum þann 7. október. Í skoðanakönnun sögðust 69% að hún vann kappræðurnar. Biden og Harris unnu kosningarnar auðveldlega með 51.3% atkvæða.

Varaforseti Bandaríkjanna (2021-2025)

breyta

Harris tók við embætti varaforseta 20. janúar 2021 og var því fyrsta konan til þess að gegna embættinu ásamt því að vera fyrsti svarti og asíski einstaklingurinn til að gegna því. Harris fór með vald forseta í nokkrar klukkustundir þann 19. nóvember 2021 á meðan Biden forseti fór í ristilspeglun. Hún var fyrsta konan til að fara með þetta vald.[8]

Forsetaframboð 2024

breyta

Áætlað var að Harris yrði í endurframboði til embættis varaforseta á kjörseðli með Joe Biden, sem sóttist eftir endurkjöri í forsetakosningunum 2024 þann 25. apríl 2023. Þann 21. júlí 2024 ákvað Biden hins vegar að draga framboð sitt til baka í kjölfar fjölda áskorana vegna áhyggja af aldri hans.[9] Biden og ýmsir áhrifamenn innan Demókrataflokksins lýstu fljótt stuðningi við framboð Harris sem að lýsti í kjölfarið yfir eigin framboði til forseta.[10] Tveimur dögum síðar hafði nægilegur fjöldi kjörmanna í forvali flokksins lýst yfir stuðningi við Harris til að tryggja henni útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar.[11] Harris valdi Tim Walz, fylkisstjóra Minnesota, sem varaforsetaefni sitt í kosningunum þann 6. ágúst.[12] Hún mætti Donald Trump í kosningunum sem að fóru fram 5. nóvember 2024. Hefði Harris náð kjöri hefði hún orðið fyrsta konan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Kamala hlaut 47% í kosningunum.

Tilvísanir

breyta
  1. Shenkman, Kenneth (2018). „Harris, Kamala“. World Book Advanced. Sótt 8. maí 2018.[óvirkur tengill]
  2. „Joe Biden picks Kamala Harris as his running mate“. 11. ágúst 2020.
  3. Newsmakers (2017). „Kamala Harris“. Student Resources In Context. Sótt 8. maí 2018.[óvirkur tengill]
  4. „Kamala D. Harris“. Biography in Context. 8. mars 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. apríl 2019. Sótt 8. mars 2018.
  5. Reston, Maeve (21. janúar 2019). „Kamala Harris to run for president in 2020“. CNN.
  6. Cadelago, Christopher (3. desember 2019). „Kamala Harris drops out of presidential race“. Politico. Sótt 3. desember 2019.
  7. Freyr Gígja Gunnarsson (11. ágúst 2020). „Kamala Harris verður varaforsetaefni Biden“. RÚV. Sótt 11. ágúst 2020.
  8. Þorvaldur S. Helgason (19. nóvember 2021). „Fyrsta konan til að vera handhafi forsetavaldsins“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. nóvember 2021. Sótt 23. nóvember 2021.
  9. Eiður Þór Árnason (21. júlí 2024). „Joe Biden dregur fram­boð sitt til baka“. Vísir. Sótt 21. júlí 2024.
  10. Grétar Þór Sigurðsson (22. júlí 2024). „Kamala Harris býður sig fram — kosningabarátta hennar er hafin“. RÚV. Sótt 22. júlí 2024.
  11. Gísladóttir, Hólmfríður (23. júlí 2024). „Hefur tryggt sér nógu marga kjörmenn til að hljóta út­nefninguna - Vísir“. visir.is. Sótt 23. júlí 2024.
  12. Ragnar Jón Hrólfsson (6. ágúst 2024). „Kamala Harris velur Tim Walz sem varaforsetaefni“. Vísir. Sótt 6. ágúst 2024.


Fyrirrennari:
Mike Pence
Varaforseti Bandaríkjanna
(20. janúar 2021 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti