[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

John Burnet (9. desember 186326. maí 1928) var skoskur fornfræðingur, menntaður við Edinborgarháskóla og Balliol College í Oxford, þar sem hann hlaut mastersgráðu árið 1887. Hann var félagi á Merton College í Oxford og síðar prófessor í latínu við Edinborgarháskóla. Árið 1891 varð hann prófessor í grísku við University of St. Andrews. Hann var félagi í bresku akademíunni.

Burnet er þekktastur fyrir framlag sitt í Platonsfræðum, einkum fyrir að hafa haldið því fram að allar samræður Platons sýndu hinn sögulega Sókrates í réttu ljósi og að heimspekikenningar Platons sjálfs séu einungis að finna í yngstu samræðunum. Burnet hélt því einnig fram að Sókrates væri nátengdur snemmgrískri heimspekihefð. Hann taldi að Sókrates hefði í æsku verið nemandi Arkelásar, fylgjanda Anaxagórasar.[1]

Textafræðileg skrif Burnets um rit Platons eru enn víða lesin og útgáfur hans á ritum Platons hafa verið taldar bestu fáanlegu fræðilegu útgáfur textans í yfir 100 ár.

Burnet kvæntist Mary Farmer árið 1894. Hún samdi formálann að ritgerðasafni hans, Essays and Addresses, sem kom út að honum látnum.

Helstu verk

breyta

Bækur

breyta
  • Early Greek Philosophy (London og Edinburgh: A. and C. Black, 1892). 4. útg. 1930.
  • Greek Philosophy: Thales to Plato (London, MacMillan, 1920).
  • Platonism (Berkeley: University of California Press, 1928).
  • Essays and Addresses (1930).

Ritsjórnarverk og skýringarrit

breyta
  • The Ethics of Aristotle (London: Methuen, 1900).
  • Platonis Opera: Recognovit Brevique Adnotatione Critica Instruxit (Oxford: Oxford Classical Texts, 1900–1907).
  • Plato: Phaedo (Oxford: Clarendon Press, 1911).
  • Plato: Euthyphro, Apology of Socrates, Crito (Oxford: Clarendon Press, 1924).

Tilvísanir

breyta
  1. Burnet (1924) vi.