[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Chicago-háskóli eða Háskólinn í Chicago (The University of Chicago) er einkarekinn rannsóknarháskóli í Hyde Park hverfi Chicago-borgar. Skólinn var stofnaður árið 1890 af John D. Rockefeller. Fyrsta kennslustundin var haldin 1. október árið 1892. Chicago-háskóli var einn fyrsti háskóli Bandaríkjanna sem hefur allt frá stofnun verið blanda af hefðbundnum bandarískum háskóla og rannsóknarháskólaþýskri fyrirmynd.

Chicago-háskóli að hausti.

Chicago-háskóli er víða talinn einn besti háskóli Bandaríkjanna. 79 nóbelsverðlaunahafar er tengdir skólanum.

Markverðir nemendur og kennarar

breyta

Meðal markverðra nemenda og kennara við skólann má nefna: Hönnuh Arendt, John Ashcroft, Ramsey Clark, Edward H. Levi, Lien Chan, Gary Becker, Milton Friedman, Friedrich Hayek, Robert Lucas, Saul Bellow og J.M. Coetzee, Subrahmanyan Chandrasekhar, John Dewey, T.S. Eliot, Enrico Fermi, Philip Glass, Seymour Hersh, Edwin Hubble, Robert Millikan, Mike Nichols, Mörthu Nussbaum, Paul Ricoeur, Jean-Luc Marion, Leo Strauss, Barack Obama, Bertrand Russell, Philip Roth, David Rockefeller, Carl Sagan, Marshall Sahlins, Kurt Vonnegut, Thornton Wilder, Michael Foote, Paul Wolfowitz.

Skáldaðar persónur

breyta

Ýmsar skáldaðar persónur hafa einnig tengst skólanum. Meðal þeirra má nefna: Harry Burns og Sally Albright (leikin af Billy Crystal og Meg Ryan) í kvikmyndinni When Harry Met Sally..., Indiana Jones (leikinn af Harrison Ford), Robert og Hal (leiknir af Anthony Hopkins og Jake Gyllenhaal) í kvikmyndinni Proof, Jack McCoy (leikinn af Sam Watterson) í Law & Order, Dr. Josh Keyes (leikinn af Aaron Eckhart) í kvikmyndinni The Core, Eddie Kasalivich (leikinn af Keanu Reeves) í kvikmyndinni Chain Reaction, Brandon Shaw og Philip Morgan (leiknir af John Dall og Farley Granger) í kvikmynd Alfreds Hitchcock Rope, Dr. Lawrence Green (leikinn af Jeremy Piven) í kvikmyndinni Runaway Jury og Kate Forster (leikin af Sandra Bullock) í kvkmyndinni The Lake House.

Tenglar

breyta
   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.