[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Venera 5

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Venera 5 var sovéskt geimkönnunarfar á vegum Veneraáætlunarinnar sem snerist um könnun reikistjörnunnar Venus. Venera 5 átti að gera mælingar á lofthjúp Venus. Því var skotið á loft með Molnija-M-eldflaug frá Bajkonurgeimferðamiðstöðinni 5. janúar 1969. Farið komst í námunda við Venus 16. maí sama ár, hægði þá á sér, setti út fallhlíf og hóf sendingar til Jarðar. Farið henti út litlu hylki með skjaldarmerki Sovétríkjanna og andlitsmynd af Vladimír Lenín. Farið sendi boð til Jarðar á 45 sekúndna fresti í 53 mínútur. Síðustu mælingar farsins voru 320°C hiti og 26,1 bara loftþrýstingur. Gögn úr ljósmæli staðfestu að lofthjúpur Venus væri úr koltvísýringi, líkt og komið hafði fram í leiðangri Venera 4.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.