[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Valþjófsstaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Valþjófsstaðarkirkja
Valþjófsstaðarhurðin

Valþjófsstaður er gamalt höfðingjasetur og kirkjustaður í Fljótsdal. Upp af bænum rís Valþjófsstaðafjall, rúmlega 600 m hátt, með láréttum klettabeltum og Tröllkonustíg, sem er berggangur á ská upp hlíðina.

Valþjófsstaður hefur frá öndverðu verið landmikil jörð með afréttir inn til jökla.

Við kristnitöku bjuggu Sörli Brodd-Helgason og Þórdís Guðmundsdóttir á Valþjófsstað og snemma reis þar kirkja. Valþjófsstaður varð síðar eitt af höfuðbólum Svínfellinga, og þar bjuggu um tíma bræðurnir Oddur Þórarinsson (d. 1255) og Þorvarður Þórarinsson (d. 1296), sem voru fyrirferðarmkilir í átökum Sturlungaaldar.

Jörðin varð „staður“ árið 1306 og í kaþólskum sið voru þar tveir prestar og tveir djáknar og útkirkjur á Bessastöðum og Víðivöllum ytri, auk bænhúsa. Núverandi kirkja á Valþjófsstað var vígð 1966 og geymir góða gripi. Fyrir innri dyrum er eftirmynd af Valþjófsstaðahurðinni, sem Halldór Sigurðsson á Miðhúsum skar út.

Gunnar Gunnarsson rithöfundur fæddist á Valþjófsstað árið 1889. Árið 1939 fluttist hann aftur á heimaslóðir og festi kaup á Skriðuklaustri, þar sem hann bjó til 1948.