[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Trygve Lie

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Trygve Lie
Trygve Lie árið 1938.
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
Í embætti
2. febrúar 1946 – 10. nóvember 1952
ForveriGladwyn Jebb (starfandi)
EftirmaðurDag Hammarskjöld
Utanríkisráðherra Noregs
Í embætti
19. nóvember 1940 – 2. febrúar 1946
ForsætisráðherraJohan Nygaardsvold
Einar Gerhardsen
ForveriHalvdan Koht
EftirmaðurHalvard Lange
Persónulegar upplýsingar
Fæddur16. júlí 1896
Kristjaníu, Noregi, sænsk-norska sambandinu
Látinn30. desember 1968 (72 ára) Geilo, Buskerud, Noregi
ÞjóðerniNorskur
StjórnmálaflokkurVerkamannaflokkurinn
MakiHjørdis Jørgensen (g. 1921, d. 1960)
BörnSissel, Guri, Mette
AtvinnaLögfræðingur, stjórnmálamaður
Undirskrift

Trygve Halvdan Lie (16. júlí 1896 – 30. desember 1968) var norskur stjórnmálamaður, verkalýðsleiðtogi, ríkiserindreki og rithöfundur. Hann var utanríkisráðherra í norsku ríkisstjórninni sem sat í útlegð í London á meðan hernám nasista stóð frá 1940 til 1945.[1] Frá 1946 til 1952 var Lie fyrsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Lie var gjarnan talinn skynsamur en staðfastur stjórnmálamaður.[2]

Lie útskrifaðist úr laganámi árið 1919 og varð í kjölfarið ritari norska Verkamannaflokksins. Árið 1935 varð Lie dómsmálaráðherra í stjórn Johans Nygaardsvold.[3] Alvarlegasta málið sem kom til kasta Lie á ráðherratíð hans var hvort veita skyldi Lev Trotskíj, þá útlægum frá Sovétríkjunum, landvistarleyfi. Trotskíj var leyft að dvelja í Noregi um sinn þar til Jósef Stalín þrýsti á Lie og aðra ráðamenn að reka hann úr landi.[4]

Sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna studdi Trygve Lie stofnun Ísraels og Indónesíu. Hann hvatti til þess að Alþýðulýðveldinu Kína yrði veitt aðild að Sameinuðu þjóðunum en mótmælti því að Spánn fengi sæti þar sem hann hafði ímugust á stjórn Francisco Franco.[5]

Þann 1. nóvember árið 1950 kaus allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þvert á vilja Sovétríkjanna, að framlengja embættistíð Lie með 46 atkvæðum gegn fimm. Kallað var til þessarar atkvæðagreiðslu til að leysa úr pattstöðu þar sem Sovétríkin neituðu að taka Lie til greina sem aðalritara vegna afskipta hans af Kóreustríðinu en Bandaríkin neituðu að taka nokkurn annan en Lie til greina. Sovétríkin neituðu í kjölfarið að viðurkenna Lie sem aðalritara. Staða Lie varð jafnframt enn erfiðari þar sem bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy sakaði hann um að ráða „ótrúa“ Bandaríkjamenn í embættisstöður hjá Sameinuðu þjóðunum. Lie sagði að endingu af sér þann 10. nóvember árið 1952.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Alfred Joachim Fischer (27. febrúar 1946). „Norðmaðurinn Trygve Lie“. Morgunblaðið.
  2. About Trygve Lie (Trygve Lie Gallery)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júlí 2011. Sótt 19. október 2017.
  3. Trygve Lie: Maðurinn sem varð „alheimsritari“Fálkinn, 42. Tölublað (18.10.1946), Blaðsíða 4.
  4. Deutscher, Isaac (2004), The Prophet Outcast: Trotsky, 1929-1940, bls. 274-282.
  5. Trygve Lie and the Cold War (James Barros. Trygve Lie and the Cold War: The UN Secretary-General Pursues Peace, 1946-1953)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. apríl 2016. Sótt 19. október 2017.
  6. „Trygve Halvdan Lie“. United Nations Secretary-General. Sótt 27. júní 2020.


Fyrirrennari:
Fyrstur í embætti
(Gladwyn Jebb til bráðabirgða)
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
(2. febrúar 194610. nóvember 1952)
Eftirmaður:
Dag Hammarskjöld