[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Perlufljót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Perlufljót rennur í gegnum Guangzhou, höfuðborg og stærstu borg Guangdong-héraðs í suðurhluta Kína.
Perlufljót rennur í gegnum Guangzhou, höfuðborg og stærstu borg Guangdong-héraðs í suðurhluta Kína.
Vatnasvið Perlufljóts er gríðarstórt og nær yfir héraða í Kína og Víetnam.
Vatnasvið Perlufljóts er gríðarstórt og nær yfir héraða í Kína og Víetnam.
Fljótabátar við sólarupprás á Li-á sem er ein þveráa Perlufljóts.
Fljótabátar við sólarupprás á Li-á sem er ein þveráa Perlufljóts..
Óseyrasvæði Perlufljóts´, eitt fjölmennasta landssvæði veraldar, séð úr gervihnetti NASA Earth Observatory árið 2014.
Óseyrasvæði Perlufljóts, eitt fjölmennasta landssvæði veraldar, séð úr gervihnetti NASA Earth Observatory árið 2014.

Perlufljót eða Perluá (kínverska:珠江; rómönskun: Zhū Jiāng; áður þekkt sem Zhujiang; með rómönskun Yue Jiang; áður þekkt sem Kanton áin) er 2.400 kílómetra langt fljót í suðurhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Fljótið rennur í Suður-Kínahaf á milli Hong Kong og Makaó. Neðsti hluti fljótsins myndar mjög stórt óshólmasvæði sem kennt er við Perlufljót.

Perlufljót dregur nafn sitt af perlulituðum skeljum sem liggja neðst í ánni á þeim kafla sem rennur í gegnum borgina Guangzhou.

Nafnið Perlufljót er einnig oft notað fyrir umfangsmikið árkerfi fyrir vatnaskil Xi („Vestur“), Bei („Norður“) og Dong („Austur“) ánna í Guangdong héraði. Þessar ár eru allar álitnar þverár Perlufljóts vegna þess að þær deila sameiginlegum óshólmum á „Óshólmasvæði Perlufljóts“.[1] Þetta óshólmasvæði er margbrotið safn lækja og skurða á milli lítilla hrísgrjónaakra sem vegna 12 mánaða vaxtartímabilsins, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega. Þetta er eitt fjölmennasta svæði Kína, þar sem nútímaiðnaður og landbúnaður hefur þróaðast hratt síðan á níunda áratug 20 aldar.[2]

Perlufljót er þriðja lengsta fljót Kína, 2.400 kílómetra ef talið er frá lengstu upptökum fljótsins, við ána Xi. Einungis Jangtse-fljót (eða Bláá) og Gulafljót eru lengri. Perlufljót er næststærst miðað við vatnsrennsli (rúmmál) á eftir Jangtse-fljóti.

Vatnasvið Perlufljóts nær yfir 453.700 ferkílómetra svæði í Guangdong og Guangxi héruðum, og einnig að hluta af héruðunum Yunnan, Guizhou, Hunan og Jiangxi. Að auki nær vatnasviðið til norðurhluta héraðanna Cao Bằng og Lạng Sơn í Víetnam.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Pearl River Delta“, Wikipedia (enska), 16. júlí 2022, sótt 21. júlí 2022
  2. Britannica, The Editors of Encyclopaedia. (2. ágúst 2018). „Pearl River Delta“. Encyclopedia Britannica. Sótt 21. júlí 2022.