[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Skyrta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Venjuleg skyrta með langermum, tölum og kraga.

Skyrta er oftast fínþráðótt flík sem klæðir efrilíkama, hvort sem er karla eða kvenna, og er oft höfð innan undir jakka eða peysu. Skyrtan skiptist í kraga, ermar og ermalíningar. Þær eru opnar að framan og hnepptar saman með tölum. Algengt er að menn klæði sig í skyrtu og klæðist þeim við jakkafötum og hálsbindi.

Skyrtur eru af mismunandi gæðum. Fínustu skyrturnar eru gerðar úr tveimur lögum af egypskri bómull, sem gefur skyrtunni glans og þýðir að skyrtan krumpast minna í notkun. Saumagæðin eru einnig mikilvæg eigind skyrta. Þegar saumað er með þéttum saumi í einum þræði endast bæði skyrtan og sniðið lengur. Einnig ef tölurnar eru saumaðar í með krosssaumi er ólíklegra að þær detta af.

Skyrtur fást með ýmiss konar flibbum og ermalíningum. Til dæmis eru til venjulegar ermalíningar með tölum og „franskar tvífaldar ermalíningar“ sem festa má með ermahnöppum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.