Sherman-bræður
Útlit
Sherman-bræður eru bandarískir lagahöfundar sem einkum fást við söngleikja-kvikmyndatónlist. Þeir eru Robert B. Sherman (f. 19. desember 1925 – 6. mars 2012) og Richard M. Sherman (f. 12. júní 1928). Sherman-bræðurnir unnu fyrir Walt Disney seinustu sex ár lífs hans[1]. Þeir hafa samið lög fyrir kvikmyndir á borð við Sverðið í steininum (1963), Mary Poppins (1964), Skógarlíf (1967), Kittý-kittý-bang-bang (1968), Hefðarkettirnir (1970), Sú göldrótta (1971), og Vefur Karlottu (1973).
- ↑ Chad (25. október 2019). „The Sherman Brothers“. Hollywood Walk of Fame (bandarísk enska). Sótt 27. febrúar 2023.