[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Set

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Set í ánni Rón

Set er samansafn lausra og óharðnaðra steinda, bergbrota eða lífrænna leifa, sem hafa veðrast eða fallið út úr upplausn. Roföfl, svo sem vindur, vatn og jöklar, bera set burt frá veðrunarstað til setmyndunarstaðar. Setmyndunarstaður er sá staður þar sem kraftur rofaflanna þverr og þau hætta að geta borið setið með sér. Flestir setmyndunarstaðir eru aðeins tímabundnir, svo sem stöðuvötn, árfarvegir og eyðimerkur, en með tímanum geta roföflin tekið aftur við setinu þar og borið það áfram. Eini endanlegi setmyndunarstaðurinn er úthafsbotninn en þaðan getur setið ekki borist lengra með roföflum.

Seti er skipt í þrjá flokka eftir uppruna, molaset (e. clastic sediment), lífrænt set (biochemical eða organic sediment) og efnaset (e. chemical sediment). Set er gjarnan flokkað eftir kornastærð og kornalögun.

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.