[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Mæri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kastalinn og miðbærinn í bænum Mikulov í Suður-Mæri.
Mæri

Mæri (tékkneska: Morava; þýska: Mähren; pólska: Morawy; slésíska: Morawa; latína: Moravia) er sögulegt hérað í austurhluta Tékklands og eitt af þremur sögulegum löndum Tékka, ásamt Bæheimi og Tékknesku Slésíu.

Markgreifadæmið Mæri var konungsjörð bæheimsku krúnunnar frá 1348 til 1918 og keisaralegt ríki innan Heilaga rómverska ríkisins frá 1004 til 1806, krúnuland Austurríska keisaradæmisins frá 1804 til 1867 og hluti af Austurríki-Ungverjalandi frá 1867 til 1918. Mæri var eitt af fimm löndum sem mynduðu Tékkóslóvakíu árið 1918. Staða þess sem sérstaks lands var afnumin af kommúnistastjórninni í Tékkóslóvakíu eftir 1948. Sögulegar höfuðborgir svæðisins hafa verið Velehrad (á 9. öld), Olomouc (til 1641) og Brno (1641-1948).

Héraðið er 22.623,41 km² að stærð og þar búa yfir 3 milljónir. Það dregur nafn sitt af ánni Morava sem er helsta vatnsfall þess, rennur frá norðri til suðurs og er ein af þverám Dónár.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.