[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Oxun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ryðgun járns

Oxun er ferli í efnafræði sem skilgreint er sem missir rafeinda í oxunar-afoxunarhvarfi. Hægt er að skilgreina oxunartölu frumefnis. Þegar frumeind eða jón tapar rafeind, hækkar oxunartalan.

Afoxun er heiti efnaferlisins þegar frumefni bætir við sig rafeind. Þá lækkar oxunatalan.

Oxun er mikið notuð í efnaiðnaði, til dæmis við framleiðslu hreinlætisefna.

Bruni er tegund hraðfara oxunar.

Oxarar og afoxarar

[breyta | breyta frumkóða]

Í oxunar-afoxunarhvarfi hliðrast rafeindir frá einu frumefni til annars frumefnis. Það frumefni sem gefur frá sér rafeind(ir) kallast afoxari (það oxast sjálft) og það frumefni sem tekur til sín rafeind(ir) kallast oxari (það afoxast sjálft).

Oxarar eru almennt frumefni eða efnasambönd þar sem einkennast af hárri oxunartölu t.d. H2O2, MnO4-, Cr2O7-2.

Afoxarar eru fjölbreyttur hópur efna. Rafjákvæðir málmar eins og Li, Na, Mg, Fe, Zn og Al eru góðir afoxarar. Hreint kolefni, C, er einnig góður afoxari. Í lífrænni efnafræði eru hýdríð sambönd eins og NaBH4 og LiAlH4 mikið notuð sem afoxarar.

Dæmi um oxunar-afoxunarhvörf

[breyta | breyta frumkóða]

Fe+2 oxast í Fe+3 með vetnisperoxíð sem oxara.

Hálfhvörfin eru

Fe+2 → Fe+3 + e-

H2O2 + 2e- → 2OH-

Heildarhvarfið er 2 Fe+2 + H2O2 + 2 H+ → 2 Fe+3 + 2 H2O

Járn, Fe, oxast yfir í Fe+3 undir áhrifum súrefnis. Til þess að þetta gangi greiðlega er best að vatn sé til staðar í formi raka. Hvarfjafnan er

4 Fe + 3 O2 → 2 Fe2O3. Því er ein aðferð til að ryðverja járn að mála það vel.
  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.