Jarðarbókin
Útlit
Jarðarbókin (líka kölluð Sköpun sólskífunnar og Bók Aker) er fornegypskur graftexti sem kemur fyrir í grafhýsum frá Nýja ríkinu að Síðtímabilinu en aðallega frá tímum tuttugustu konungsættarinnar. Í bókinni er ekkert stundatal líkt og í Hliðabókinni og Amdúat. Bókin segir aðallega frá sköpun sólskífunnar, Aten, og ferð Ra um undirheima gegnum jarðarguðinn Aker.