[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Ivano Balić

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ivano Balić
Ivano Balić í leik gegn Póllandi á Evrópumeistaramótinu 2010.

Ivano Balić (fæddur 1. apríl 1979 í Split) er króatískur handknattleiksmaður sem nú spilar fyrir félagsliðið Króatía-Zagreb, þar sem hann spilar meðal annars með ungverska landsliðsmanninum, línumanninum Gyula Gál og króatíska landsliðsmanninum, skyttunni Tonci Valcic.

Ivano Balić er króatískur landsliðsmaður til margra ára.

Hann byrjaði að spila handbolta þegar hann var sex ára í klúbb sem kallast RK Skipta. Þar voru Balić og fleiri ungmenni að spila, hann var ekki einu sinni í b-liðinu í klúbbnum og ekki heldur c-liðinu. Það voru ekki margir sem trúðu á Balić þá en nú er hann einn af bestu handknattleiksmönnum heims. Seinna fór hann til R.K. Metkovic. Í R.K. Metkovic sáu margir hæfileika hans. Það líka í liðinu Portland San Antonio á Spáni, þar sem hann lék áður en hann skiptir yfir í Króatíu-Zagreb.

Balić hefur verið nefndur sem verðmætasti leikmaður bæði Evrópumeistaramótsins og Heimsmeistaramótsins. Hann var sex sinnum í röð kjörinn verðmætasti leikmaður Evrópumeistaramótsins og Heimsmeistaramótsins. Á Evrópumeistaramótinu 2008 var hann stoðsendingakóngurinn. Árið 2003 og 2006 var Ivano Balić kjörinn besti handboltaleikmaður heims. Árið 2010 lenti Króatía í 2. sæti á EM í Austuríki og átti hann stóran þátt í því.

Ivano Balic var kosinn besti handknattleiksmaður heims árið 2003 og 2006. Hann var kjörinn mikilvægasti maðurinn á stórmóti sex sinnum í röð.

Liðin sem Ivano Balic hefur leikið með:

  • –2001 RK Split (Króatíu),
  • 2001–2004 RK Metković (Króatíu),
  • 2004–2008 Portland San Antonio (Spáni),
  • 2008– RK Zagreb (Króatíu),