[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Fjölskylda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bandarísk stórfjölskylda.

Fjölskylda er hugtak sem notað er um nánustu ættingja einhvers. Á milli menningarheima er þetta hugtak nokkuð mismunandi, en venjulega er talað um þá ættingja sem búa á sama heimili og/eða eru tengdir nánum fjölskylduböndum, meðal annars í gegnum mægðir (hjónaband eða sambúð) eða fóstur. Í þessum skilningi nær fjölskylduhugtakið ekki yfir óskylda og ótengda einstaklinga sem kunna að búa á sama heimili. Samkvæmt algengum hugmyndum um fjölskyldur mynda þær öruggt umhverfi fyrir náin tengsl, umhyggju, félagsþroska og uppeldi barna.[1] Fjölskyldur eru oft álitnar fyrsta samhengið fyrir tengslamyndun og félagsmótun.

Fjölskyldur eru stundum sagðar vera „móðurmiðaðar“ (móðir og börn hennar), „föðurmiðaðar“ (faðir og börn hans), byggðar á hjúskap (kjarnafjölskylda), frændsemi (til dæmis systkini með börnum annars eða beggja) eða stórfjölskylda (getur innihaldið auk foreldra, maka og afkvæma þeirra, afa, ömmur, frænda og frænkur, hálfsystkin, fósturbörn og svo framvegis). Ætt er enn stærri eining sem nær yfir alla afkomendur aldraðra eða látinna forfeðra. Ættartal er skrá yfir fjölskyldutengsl tiltekinnar ættar og getur verið mikilvægt tæki til að skera úr um erfðir.

Í mörgum samfélögum er litið á fjölskyldur sem grundvallareiningu fyrir hagfræðiútreikninga, félagsaðstoð og öldrunarþjónustu.[2] Með borgaralegum lífsháttum í kapítalískum þjóðfélögum nútímans varð venjan að aðeins kjarnafjölskyldan (hjón og börn á þeirra framfæri) myndaði eitt heimili, en áður var víðast hvar algengt að óskylt fólk byggi saman.

Gamalt orð yfir fjölskyldu er „hyski“, dregið af orðinu „hús“.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Donald Collins; Catheleen Jordan; Heather Coleman (2010). An Introduction to Family Social Work. Brooks/Cole, Cengage Learning. bls. 28–29. ISBN 978-0-495-80872-5. Afrit af uppruna á 31. júlí 2020. Sótt 13. ágúst 2019.
  2. Brown, Roy I.; Brown, Ivan (2014). „Family Quality of Life“. Encyclopedia of Quality of Life and Well-Being Research. Dordrecht: Springer Netherlands. bls. 2194–2201. doi:10.1007/978-94-007-0753-5_1006. ISBN 978-94-007-0752-8. „family is recognized in cultures around the world and across history as a fundamental unit of social order.“
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.