Farviður
Útlit
Farviður er einu nafni nefnt allir þeir lausir hlutir er fylgja skipi og nauðsynlegir eru í hverri sjóferð, svo sem: möstur, árar, stjaki, skorður, stýri og stýrissveif, austurtrog og lóðahjól. Orðabók Eddu útskýrir farvið sem: árar, reiði og stýri báts. Farviður er þó ekki veiðarfæri.