Efsaga
Efsaga er hugleiðing um hvað hefði getað gerst ef atburðir í mannkynssögunni hefðu farið á annan veg. Vinsælar „hvað ef“-hugleiðingar fjalla um seinni heimsstyrjöldina: til dæmis, „Hvað ef Hitler hefði ekki ráðist inn í Sovétríkin?“[1] Í efsögum eiga sér stað sögulegir atburðir, sem fara á annan hátt en gerðist í raun og veru og niðurstaðan verður einhver annar veruleiki.[2][3][4][5] Efsögur eru þannig eins konar blanda af sögulegum skáldskap og vísindaskáldskap. Ein undirgrein efsögunnar notar tímaflakk og hliðarheima sem frásagnarþátt. Þannig verða til ólíkar tímalínur innan sögunnar.[6]
Gríska hugtakið ουχρονία úkrónía „tímaleysi“ er í ýmsum málum notað yfir efsögur.[7]
Frá 1993 hafa Sidewise-verðlaunin verið veitt árlega fyrir bestu efsöguna. Þau eru oftast veitt á ráðstefnunum WorldCon eða NASFiC.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag?“. Vísindavefurinn.
- ↑ „Alternative history“. Collins English Dictionary. Afrit af uppruna á 7. janúar 2016. Sótt 15. janúar 2016.
- ↑ Brave New Words: The Oxford Dictionary of Science Fiction (Oxford University Press, 2007) notes the preferred usage is "Alternate History", which was coined in 1954; "Alternative History" was first used in 1977, pp. 4–5.
- ↑ Morton, Alison (2014). „Alternative history (AH/althist) handout“ (PDF). alison-morton.com/. Afrit (PDF) af uppruna á 9. október 2022.
- ↑ „AH“. The Free Dictionary. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. febrúar 2013. Sótt 2. janúar 2009.
- ↑ „Allohistory“. World Wide Words. 4. maí 2002. Sótt 25. nóvember 2012.
- ↑ Schmunk, Robert B. (11. apríl 1991). „Introduction“. Uchronia. Sótt 25. nóvember 2012.