[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Engirella

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Engirella

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Tranfuglar (Gruiformes)
Ætt: Relluætt (Rallidae)
Ættkvísl: Crex
Tegund:
C. crex

Tvínefni
Crex crex
(Linnaeus, 1758)

Samheiti

Crex pratensis

Crex crex

Engirella eða engjasvín (fræðiheiti Crex crex) er frekar lítill fugl af vatnahænsnaætt (rallidae) og skyldur keldusvíni, bleshænu, blesönd en er þó sérstök ættkvísl (crex). Nefið er miklu styttra en um leið hærra en á keldusvíni.

Sumarbúningur karl- og kvenfugla er þannig að á miðju enni og hvirfli og skiptast á gulbrúnar og brúnsvartar langrákir, höfuð á hliðum blágrátt, taumur (rák frá efra skolti að auga), fjaðrirnar í kringum augað og rák aftur frá því, ljósgulbrún. Að ofan (einnig á stéli) er fuglinn annars brúnsvartur með breiðum gulbrúnum, framan til á fjöðrunum öskugráum, fjaðrajöðrum. Handflugfjaðrir dökkmóbrúnar, innfanirnar dekkri og brúnni en útfanirnar, armflugfjaðrirnar rauðari, þær innstu eins á lit og bakið, yfirvængþökur dökkrauðbrúnar, innan til oft með meira eða minna greinilegum gráhvítum þverflikrum. Á kverk og á framanverðum hálsi ofan til er fuglinn gráhvítur með rauðgulleitum blæ, aðrir hlutar framanverðs háls og hálshliðar öskugráar eða blágráar með gulbrúnleitum blæ. Á miðri bringu, kviði og undirgumpi er hann hvítur, undirstélþökur eru hvítar, á síðunum skiftast á hvítar og rauðbrúnar þverrákir. Axlarfjaðrir og undirvængþökur dökkrauðbrúnar, að undanskildum þeim yztu, sem eru hvítar. Lithimnan ljósbrún. Nef og fætur brún-holdlitaðir.

Á veturna er rákin yfir auganu og höfuð á hliðum ryðrautt, framanverður háls og uppbrjóst ljósryðbrúnt og vottar þá hvergi fyrir gráum lit á þessum stöðum. Að öðru leyti eru vetrar- og sumarbúningar eins. Ungir fuglar eru eins á lit og fullorðnir fuglar í vetrarbúningi en brúnsvörtu blettirnir á fuglinum ofanverðum eru minni, yfirvængþökur ljósari og þverrákir á síðum óreglulegri.

Lífshættir

[breyta | breyta frumkóða]

Engirella heldur til í röku graslendi með miklum gróðri, helst þar sem mikið er af blómum. Það gefur frá sér sérkennilegt hljóð á vorin (hljómar eins og "sarp arp") og hljómar það án afláts. Á öllum tímum árs gefur það frá sér hljóð sem hljóma eins og "kjy kjo kia". Engjasvínið lifir á skordýrum og ýmsum smádýrum. Það verðir í mörgum eggjum sem eru rjómagul eða grænleit ljós eða dökkbrúm með rauðbrúnum blettum. Hreiðrið er í hávöxnu grasi eða kornökrum og er það grunn laut fóðruð með grasstráum og blöðum.