[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Dunaliella salina

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dunaliella salina
Appelsínulit Dunaliella salina á sjávarsalti
Appelsínulit Dunaliella salina á sjávarsalti
Vísindaleg flokkun
Ríki: Eukaryota
Fylking: Grænþörungar (Chlorophyta)
(óraðað): Viridiplantae
Ættbálkur: Chlamydomonadales
Ætt: Dunaliellaceae
Ættkvísl: Dunaliella
Tegund:
D. salina

Tvínefni
Dunaliella salina
(Dunal) Teodoresco
Rauður litur þessara tjarna er vegna Dunaliella salina. Suður San Francisco Bay, Kalifornía.
Dunaliella salina litar saltstöðuvatnið Sivash í Krím.

Dunaliella salina er tegund saltelskandi grænna örþörunga sem finnast sérstaklega í eða við tjarnir með sjávarsalti. Fáar lífverur þola seltu eins og D. salina gerir í salttjörnum. Til að lifa af hafa frumurnar hátt innihald betakarótíns til varnar kröftugu ljósi, og mikið magn glýseróls til varnar osmótísks þrýstings. Tegundin þrífst í vatni með 3 til 31% salti og með sýrustigI á milli 1 og 11.[1]

Dunaliella salina var nefnd af E.C. Teodoresco frá Búkarest eftir upprunalegum fundarmanni tegundarinnar, Michel Felix Dunal, sem fyrstur skráði tegundina opinberlega frá saltvatnstjörnum í Montpellier í Frakklandi 1838. Upphaflega nefndi hann lífveruna Haematococcus salinus og Protococcus. Lífverunni var að lokum lýst sem nýrri, aðskilinni ættkvísl samtímis af Teodoresco og Clara Hamburger frá Heidelberg í Þýskalandi 1905. Teodoresco var fyrstur til að gefa út greininguna, svo hann fær yfirleitt heiðurinn fyrir flokkunina.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Michael A. Borowitzka: The Mass Culture of Dunaliella salina. In: Technical Resource Papers: REGIONAL WORKSHOP ON THE CULTURE AND UTILIZATION OF SEAWEEDS; VOLUME II. Cebu City, Philippines 1990
  2. Oren, Aharon (2005). „A hundred years of Dunaliella research: 1905-2005“. Saline Systems. 1: 2. doi:10.1186/1746-1448-1-2. PMC 1224875. PMID 16176593.

Viðbótarlesning

[breyta | breyta frumkóða]
  • Borowitzka, M.J. & Siva, C.J. (2007). The taxonomy of the genus Dunaliella (Chlorophyta, Dunaliellales) with emphasis on the marine and halophilic species. Journal of Applied Phycology 19: 567-590.
  • Chen H., Lu Y. and Jiang J. “Comparative Analysis on the Key Enzymes of the Glycerol Cycle Metabolic Pathway in Dunaliella salina under Osmotic Stresses.” PLoS ONE, 2012, DOI: 10.1371/journal.pone.0037578
  • Massjuk, N.P. & Lilitska, G.G. (2011). Dunaliellales. In: Algae of Ukraine: diversity, nomenclature, taxonomy, ecology and geography. Volume 3: Chlorophyta. (Tsarenko, P.M., Wasser, S.P. & Nevo, E. Eds), pp. 152–157. Ruggell: A.R.A. Gantner Verlag K.-G..
  • Mixed Carotenoids. Rejuvenal healthy aging, n.d. Web. 22 Nov 2012.
  • Shariati M., Hadi M.R. “Microalgal Biotechnology and Bioenergy in Dunaliella” Biomedical Engineering, 2011. DOI: 10.5772/19046
  • Smith D., Lee R., Cushman J., Magnuson J., Tran D. and Polle J.” The Dunaliella salina organelle genomes: large sequences, inflated with intronic and intergenic DNA.” BMA Plant Biology, 2010. DOI: 10.1186/1471-2229-10-83
  • Zhao, R., Cao, Y., Xu, H., Lv, L., Qiao, D. & Cao, Y. (2011). Analysis of expressed sequence tags from the green alga Dunaliella salina (Chlorophyta). Journal of Phycology 47(6): 1454-1460.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.