[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Dægurriti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dægurriti er létt staðsetningartæki sem aðallega er notað til að fylgjast með ferðum fugla og finna varpstöðvar og dvalarstaði þeirra og flugleiðir. Dægurriti mælir birtutíma með reglulegu millibili til að ákvarða staðsetningu. Dægurriti getur einnig skráð annað svo sem hitastig og bleytu (hvort sjófugl sé á flugi eða sitji á sjó). Fuglar eru merktir á varptíma með dægurritum sem festir eru við fót þeirra. Til að fá upplýsingar úr dægurritum þarf að ná fuglum aftur einu eða tveimur árum seinna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.