Burning Man
Útlit
Burning Man er árleg samkoma og viðburður sem fer fram þannig að þátttakendur skapa tímabundna borg og samfélag sem kallast Svörtuklettaborg (Black Rock City) í Black Rock eyðimörkinni í Nevada. Viðburðurinn byrjaði sem sumarsólstöðuhátíð en hefur þróast í tilraun með samfélag og listir sem einkennast af þátttöku, sjálfbærni, sjálftjáningu, samfélagi sem byggir á samvinnu og gjöfum en ekki markaðshyggju og sem skilur ekki eftir sig nein ummerki. Tugir þúsunda sækja árlega þennan viðburð.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Burning Man.