[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Beinir (tölvufræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dæmigerður ADSL-beinir eins og er notaður í heimilum

Beinir (e. router) er tæki sem er notað á tölvuneti til að áframsenda pakka til annarra tækja. Þessi aðferð myndar tenginet (e. internetwork), því beinirinn er tengdur tveimur eða fleiri gagnalínum á mismunandi netum. Þegar pakki kemur inn á einni línanna les beinirinn gögnin í pakkanum til að finna út hvert pakkinn á að vera áframsendur. Þá er hann sendur áfram til næsta tölvunetsins samkvæmt beiningartöflu (e. routing table) eða beiningarstefnu (e. routing policy) beinisins. Beinar beina allri umferðinni á Internetinu. Gagnapakki er sendur áfram frá einum beini til annars þangað til hann kemur að áfangastaðnum sínum.

Algengastir eru beinar sem eru notaðir í heimilum sem flytja gögn eins og vefsíður, tölvupósta, skilaboð og myndbönd á milli heimatölvanna og Internetsins. Dæmi um slíkan beini er ADSL-beinir sem tengist Internetinu í gegnum nettengingarveitu. Flóknari beinar, eins og þeir sem eru notaðir í stóru fyrirtæki, tengja innri net fyrirtækisins við kraftmikla svokallaða kjarnabeina (e. core routers), sem áframsenda gögn á háum hraða.

Oftast eru beinar vélbúnaðartæki en beinar byggðir á hugbúnaði eru síalgengari í dag.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.