[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

11. öldin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá 11. öld)
Árþúsund: 2. árþúsundið
Aldir: 10. öldin · 11. öldin · 12. öldin
Áratugir:

1001–1010 · 1011–1020 · 1021–1030 · 1031–1040 · 1041–1050
1051–1060 · 1061–1070 · 1071–1080 · 1081–1090 · 1091–1100

Flokkar: Fædd · Dáin · Stofnað · Lagt niður
Hindúahofið Brihidisvara í Thanjavur var vígt árið 1010.

11. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 1001 til enda ársins 1100 samkvæmt júlíska tímatalinu.

Í sögu Evrópu er 11. öldin fyrsti hluti hámiðalda. Víkingaöld lauk eftir orrustuna við Hastings. Austrómverska keisaradæminu hnignaði og Normannar náðu völdum víða í Evrópu. Á Ítalíu urðu til vísar að borgríkjum með þróaðri verslun og iðnaði. Í Úkraínu stóð blómaskeið Garðaríkis.

Í Kína stóðu bókmenntir, listir og vísindi með miklum blóma á tímum Songveldisins. Á sama tíma stóð Gullöld Íslam sem hæst. Á Indlandi ríkti Chola-veldið yfir stórum hluta Indlandsskaga.

Á þessari öld náðu Seljúktyrkir að leggja undir sig hluta Litlu-Asíu eftir klofning ríkis Abbasída. Fyrsta krossferðin var farin undir lok aldarinnar.

Fujiwara-ætt ríkti yfir Japan meðan ríkið Goryeo ríkti yfir Kóreuskaganum. Liao-veldið stóð í Mongólíu og Mansjúríu. Lý-veldið hófst í Víetnam og Konungsríkið Pagan í Mjanmar náði hátindi sínum. Í Mið-Ameríku stóð menning Tolteka og Mixteka. Í Suður-Ameríku stóð Huari-menningin og í Norður-Ameríku stóð Mississippi-menningin.

Ár og áratugir

[breyta | breyta frumkóða]
11. öldin: Ár og áratugir