[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Émile Loubet

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Émile Loubet
Forseti Frakklands
Í embætti
18. febrúar 1899 – 18. febrúar 1906
ForsætisráðherraCharles Dupuy
Pierre Waldeck-Rousseau
Émile Combes
Maurice Rouvier
ForveriFélix Faure
EftirmaðurArmand Fallières
Forsætisráðherra Frakklands
Í embætti
27. febrúar 1892 – 6. desember 1892
ForsetiMarie François Sadi Carnot
ForveriCharles de Freycinet
EftirmaðurAlexandre Ribot
Persónulegar upplýsingar
Fæddur30. desember 1838
Marsanne, Drôme, Frakklandi
Látinn20. desember 1929 (90 ára) Montélimar, Drôme, Frakklandi
StjórnmálaflokkurAlliance démocratique
MakiMarie-Louise Loubet
TrúarbrögðKaþólskur
HáskóliParísarháskóli
StarfLögfræðingur, stjórnmálamaður

Émile Loubet (30. desember 1838 – 20. desember 1929) var franskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Frakklands árið 1892 og forseti Frakklands frá 1899 til 1906. Loubet var fyrsti forseti þriðja franska lýðveldisins sem sagði hvorki af sér né lést í embætti.

Loubet var lögfræðimenntaður og var kosinn á fulltrúaþing Frakklands fyrir Drôme-kjördæmi árið 1876. Árið 1892 var hann fenginn til að gerast forsætisráðherra en ríkisstjórn hans sprakk sama ár vegna Panamahneykslisins, þar sem franskir stjórnarmeðlimir voru sakaðir um að þiggja mútur til að þagga niður gjaldþrot Panamaskurðsfélagsins.[1] Árið 1896 var Loubet kjörinn forseti efri deildar franska þingsins. Hann var síðan kjörinn forseti Frakklands árið 1896 eftir að Félix Faure forseti lést í embætti.

Sem forseti hélt Loubet áfram að rækta bandalag Frakklands við Rússland og tók meðal annars á móti Nikulási 2. Rússakeisara í opinberri heimsókn til Frakklands árið 1901 og heimsótti sjálfur Rússland árið eftir. Hann átti einnig þátt í því að mynda bandalag milli Frakklands og Bretlands þrátt fyrir ágreining milli landanna um seinna Búastríðið og Dreyfus-málið. Ólíkt forvera sínum var Loubet hlynntur því að dómsmál Alfreds Dreyfusar yrði tekið upp að nýju en hann hlaut gagnrýni fyrir að hálfu andstæðinga Dreyfusar: Sumarið 1899 réðst aðalsmaður og andstæðingur Dreyfusarsinna að Loubet á veðreiðum og sló af honum pípuhattinn.[2] Loubet opnaði og kynnti heimssýninguna í París árið 1900 og þótti hún heppnast vel.

Loubet bauð sig ekki fram á ný að loknu sjö ára kjörtímabili sínu. Hann dró sig úr stjórnmálum eftir árið 1906 og kvaðst aldrei munu gegna embætti framar, „ekki einu sinni sem héraðsráðgjafi!“.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Why de Lesseps failed to build the Panama Canal, THE PANAMA CANAL 1880-1914
  2. Dreyfus: Réttarglæpur sem snerti samvisku heimsins, Morgunblaðið, 57. tölublað - II (14.03.1982), Blaðsíða 71.


Fyrirrennari:
Charles de Freycinet
Forsætisráðherra Frakklands
(27. febrúar 18926. desember 1892)
Eftirmaður:
Alexandre Ribot
Fyrirrennari:
Félix Faure
Forseti Frakklands
(18. febrúar 189918. febrúar 1906)
Eftirmaður:
Armand Fallières